Eiður Smári Guðjohnsen er í landsliðshópi Íslands á móti Kasakstan sem tilkynntur var í dag en hann er að koma aftur inn í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru.
Það var þó ekki öruggt að Eiður Smári gæti gefið kost á sér í verkefnið því kona hans Ragnhildur Sveinsdóttir á von á sér.
"Hann gaf kost á þér í þetta verkefni og við erum mjög ánægðir með það. Það var ekkert sjálfgefið að hann myndi gefa kost á sér, þar sem frúin hans á von á barni," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands á blaðamannafundinum í dag.
Eiður Smári og Ragnhildur eiga fyrir synina Sveinn Aron, Andra Lucas og Daníel Tristan. Sveinn Aron er fastamaður í 17 ára landsliði Íslands og Andri Lucas var í sigurliði HK á N1 mótinu á Akureyri síðasta sumar.
Eiður Smári hefur leikið 78 landsleiki fyrir Ísland og er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 24 mörk.
Kona Eiðs Smára á von á þeirra fjórða barni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt
Enski boltinn


Dramatík í Manchester
Enski boltinn


Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi
Íslenski boltinn


Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA
Körfubolti



Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum
Íslenski boltinn