Mótframboð kom Árna Páli á óvart Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2015 12:15 Formaður Samfylkingarinnar segir formannsframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur tæpum sólarhring fyrir landsfund flokksins hafa komið á óvart. Þetta verður í fyrsta sinn sem formaður flokksins verður kjörinn á landsfundi en ekki af öllum flokksbundnu samfylkingarfólki. Samfylkingin hefur einn flokka haft þá reglu að formaður flokksins sé kjörinn í almennri kosningu meðal allra flokksbundinna félaga í flokknum. Á síðasta landsfundi var hins vegar gerð sú breyting á lögum flokksins að allir flokksmenn væru í framboði og því getur formannskjör farið fram á landsfundinum í dag. Hins vegar er engin leið til smölunar á landsfundinn vegna breyttrar stöðu með framboði Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þar sem um 800 fulltrúar á landsfund voru valdir fyrir nokkur vikum. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom Árna Páli Árnasyni formanni flokksins síðustu tvö árin á óvart. „Já það gerði það. Ég hafði ekki haft veður af þessu fyrr en hún hringdi til mín klukkan sex í gær,“ segir Árni Páll.Hvernig metur þú stöðuna nú þegar framboð hennar er komið fram? „Ég átta mig ekkert á því og er ekkert að velta því mikið fyrir mér. Ég legg bara mín verk í dóm landsfundarfulltrúa, hef lagt allt kapp á það og passað að þessi flokkur næði vopnum sínum eftir erfiða niðurstöðu í síðustu kosningum. Byggði sig upp og væri áfram breitt afl sem gæti höfðað til fólks með ólíkar skoðanir,“ segir Árni Páll. Sigríður Ingibjörg segist endanlega hafa tekið ákvörðun um framboð sitt í gær en aðdragandinn hafi verið lengri. „Og það er auðvitað þannig að það er alltaf hik á fólki að fara fram gegn sitjandi formönnum. En það var búið að hafa samband við mig síðast liðnar vikur og daga og það var vaxandi þrýstingur. Svo fann ég það bara og hugsaði að það væri sjálfsagt að láta á það reyna hvort að fólk vildi í raun og veru þær breytingar sem doðinn gefur til kynna að það viji. Ég býð mig fram þess vegna,“ segir Sigríður Ingibjörg. Eins og áður sagði var lögum flokksins um formannskjör breytt á síðasta landsfundi þannig að formaður sem vildi halda áfram væri ávallt í kjöri og sömuleiðis allir flokksmenn. Árni Páll segist hafa stutt þá lagabreytingu en vissulega hafi Samfylkingin haft sérstöðu með aðferð sinni til formannskjörs. „Það hefur verið mér ómetanlegur styrkur í starfi að hafa atkvæði flokksmanna á bakvið mig og beint umboða þeirra. Ég hef tekið eftir því að forystumenn annarra flokka hafa öfundað okkur af þeirri sérstöðu,“ segir Árni Páll. „Ég hef aðrar áherslur. Ég er meira inni í kjaramálunum og húsnæðismálunum. Svo vil ég leggja ríkari áherslu á lýðræðis- og réttlætismálin. Þá er ég að tala um stjórnarskrána og kvótamálin,“ segir Sigríður Ingibjörg. Árni Páll segir að alger samstaða hafi verið um öll þessi mál innan Samfylkingarinnar. „Við höfum verið að beita okkur fyrir úrbótum á sviði húsnæðismála. Barist fyrir því að viðurkennd séu samningsbundin samningsbundin réttindi launafólks og menntakerfið sé opið fyrir alla. Þetta Þetta hafa verið okkar helstu áherslumál að undanförnu. Hvað stjórnarskrána varðar höfum við líka lagt áherslu á það að vilji þjóðarinnar sem fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslu verði virtur,“ segir Árni Páll. Setningarathöfn landsfundar hefst klukkan fjögur og formaður flytur setningarræðu sína klukkan hálf fimm. Að henni lokinni hefst kosning formanns. Niðurstöður eiga að liggja fyrir um klukkan sjö í kvöld. Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir formannsframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur tæpum sólarhring fyrir landsfund flokksins hafa komið á óvart. Þetta verður í fyrsta sinn sem formaður flokksins verður kjörinn á landsfundi en ekki af öllum flokksbundnu samfylkingarfólki. Samfylkingin hefur einn flokka haft þá reglu að formaður flokksins sé kjörinn í almennri kosningu meðal allra flokksbundinna félaga í flokknum. Á síðasta landsfundi var hins vegar gerð sú breyting á lögum flokksins að allir flokksmenn væru í framboði og því getur formannskjör farið fram á landsfundinum í dag. Hins vegar er engin leið til smölunar á landsfundinn vegna breyttrar stöðu með framboði Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þar sem um 800 fulltrúar á landsfund voru valdir fyrir nokkur vikum. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom Árna Páli Árnasyni formanni flokksins síðustu tvö árin á óvart. „Já það gerði það. Ég hafði ekki haft veður af þessu fyrr en hún hringdi til mín klukkan sex í gær,“ segir Árni Páll.Hvernig metur þú stöðuna nú þegar framboð hennar er komið fram? „Ég átta mig ekkert á því og er ekkert að velta því mikið fyrir mér. Ég legg bara mín verk í dóm landsfundarfulltrúa, hef lagt allt kapp á það og passað að þessi flokkur næði vopnum sínum eftir erfiða niðurstöðu í síðustu kosningum. Byggði sig upp og væri áfram breitt afl sem gæti höfðað til fólks með ólíkar skoðanir,“ segir Árni Páll. Sigríður Ingibjörg segist endanlega hafa tekið ákvörðun um framboð sitt í gær en aðdragandinn hafi verið lengri. „Og það er auðvitað þannig að það er alltaf hik á fólki að fara fram gegn sitjandi formönnum. En það var búið að hafa samband við mig síðast liðnar vikur og daga og það var vaxandi þrýstingur. Svo fann ég það bara og hugsaði að það væri sjálfsagt að láta á það reyna hvort að fólk vildi í raun og veru þær breytingar sem doðinn gefur til kynna að það viji. Ég býð mig fram þess vegna,“ segir Sigríður Ingibjörg. Eins og áður sagði var lögum flokksins um formannskjör breytt á síðasta landsfundi þannig að formaður sem vildi halda áfram væri ávallt í kjöri og sömuleiðis allir flokksmenn. Árni Páll segist hafa stutt þá lagabreytingu en vissulega hafi Samfylkingin haft sérstöðu með aðferð sinni til formannskjörs. „Það hefur verið mér ómetanlegur styrkur í starfi að hafa atkvæði flokksmanna á bakvið mig og beint umboða þeirra. Ég hef tekið eftir því að forystumenn annarra flokka hafa öfundað okkur af þeirri sérstöðu,“ segir Árni Páll. „Ég hef aðrar áherslur. Ég er meira inni í kjaramálunum og húsnæðismálunum. Svo vil ég leggja ríkari áherslu á lýðræðis- og réttlætismálin. Þá er ég að tala um stjórnarskrána og kvótamálin,“ segir Sigríður Ingibjörg. Árni Páll segir að alger samstaða hafi verið um öll þessi mál innan Samfylkingarinnar. „Við höfum verið að beita okkur fyrir úrbótum á sviði húsnæðismála. Barist fyrir því að viðurkennd séu samningsbundin samningsbundin réttindi launafólks og menntakerfið sé opið fyrir alla. Þetta Þetta hafa verið okkar helstu áherslumál að undanförnu. Hvað stjórnarskrána varðar höfum við líka lagt áherslu á það að vilji þjóðarinnar sem fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslu verði virtur,“ segir Árni Páll. Setningarathöfn landsfundar hefst klukkan fjögur og formaður flytur setningarræðu sína klukkan hálf fimm. Að henni lokinni hefst kosning formanns. Niðurstöður eiga að liggja fyrir um klukkan sjö í kvöld.
Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“