Menning

Stærðfræði sem náttúruskoðun í myndlist

Magnús Guðmundsson skrifar
Eitt af verkum Söru Riel á sýningunni Einntilníu.
Eitt af verkum Söru Riel á sýningunni Einntilníu.
Á laugardaginn kl. 15 er efnt til listamannaspjalls um sýningu Söru Riel; Einntilníu/Onetonine í Listamenn Gallerí sem lýkur um helgina. „Ég ætla að veita persónulega innsýn í vinnuferlið og hvernig lærdómur þýðist yfir í myndmál. Hvernig þetta flæðir yfir og skoða samband reglu og óreglu.“

Útgangspunkturinn í verkum Söru er rúmfræðilegur en er með beina tengingu í algebru og talnafræði. Sara vinnur með hrein rúmfræðileg form og grunnverkfærin eru blýantur, sirkill og reglustika. Hún afmáir mörkin á milli myndlistar, tónlistar, stærðfræði og vísinda og býður viðtakandanum að finna mátt myndrænnar skynjunar á þessum fyrirbærum.

„Fyrir mér er þetta rökrétt næsta skref í því sem ég er að fást við. Síðasta sýning mín var Memento mori Náttúrugripasafn á Listasafni Íslands og að líta á stærðfræði sem náttúruskoðun er rökrétt næsta skref.“

Sara Riel hefur sýnt í helstu söfnum og galleríum Íslands sem og víða erlendis.

Hún er þekktust fyrir auðþekkjanleg stór veggverk víðsvegar um Reykjavíkurborg en auk þess er hægt að finna verk eftir hana á götum stórborga á borð við Berlín og Tókýó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×