Lífið

Bjartasta vonin í blús og djassi

Píanóleikarinn Anna Gréta fær pabba sinn, Sigga Flosa, sem sérstakan gest á tónleikana.
Píanóleikarinn Anna Gréta fær pabba sinn, Sigga Flosa, sem sérstakan gest á tónleikana.
Djasspíanóleikarinn Anna Gréta Sigurðardóttir heldur tónleika í Hannesarholti, Grundarstíg 10, á sunnudaginn, 22. mars, klukkan 15. Með henni leika þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Sérstakur gestur í nokkrum lögum verður saxófónleikarinn Sigurður Flosason, faðir Önnu Grétu.

Þess má geta að Anna Gréta var valin Bjartasta vonin í flokki djass- og blústónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum nú nýverið. Hún útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH í fyrravor en stundar nú framhaldsnám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi.

Almennt miðaverð er 2.000 krónur en 1.500 fyrir námsmenn og eldri borgara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×