Menning

Konur stíga fram

Magnús Guðmundsson skrifar
Bessastaðir og keilir eftir Þóru Pétursdóttur Thoroddsen frá 1881.
Bessastaðir og keilir eftir Þóru Pétursdóttur Thoroddsen frá 1881.
Rakel Pétursdóttir safnafræðingur leiðir gesti um sýninguna Konur stíga fram – svipmyndir 30 kvenna í íslenskri myndlist á sunnudaginn kl. 14 í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.

Sýningin er byggð á rituðum heimildum og listaverkum valinna kvenna, að mestu úr fórum Listasafns Íslands, sem vitna um vitundarvakningu íslenskra kvenna og þátt myndlistar í staðfestingu á sjálfsmynd þeirra.

Með um 70 verkum eftir 30 íslenskar listakonur, fæddum á árunum 1823 til 1940, bregður sýningin KONUR STÍGA FRAM ljósi á vitundarvakningu kvenna hér á landi og baráttu þeirra fyrir aukinni hlutdeild í sögu íslenskrar myndlistar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×