Erlent

Hörð átök í Baltimore

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Átökin hafa harðnað með hverjum deginum sem líður.
Átökin hafa harðnað með hverjum deginum sem líður. vísir/afp
Hörð átök brutust út í Baltimore í Bandaríkjunum í dag, fáeinum klukkustundum eftir að Freddie Gray var borinn til grafar. Sjö lögreglumenn eru slasaðir og einn illa haldinn eftir átökin. Lögregla vinnur nú að því að ná stjórn á ástandinu og hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur.

Hinn 25 ára Freddie Gray féll fyrir hendi lögreglu í síðustu viku. Hlaut hann alvarlega áverka á mænu en hann er á meðal nokkurra blökkumanna sem látið hafa lífið af völdum lögreglu á skömmum tíma. Mótmælendur hafa frá dauða hans fjölmennt á hverju kvöldi en átökin hafa sjaldan orðið eins hörð og nú. Sóknarpresturinn Jamal Bryeant er á meðal þeirra sem standa fyrir mótmælunum en segir ofbeldið „ekki endurspegla anda hreyfingarinnar“.

Fjölmörg ungmenni taka þátt í mótmælunum og hefur lögregla biðlað til foreldra að hafa uppi á börnum sínum og fara með þau heim. Ástandið sé orðið hættulegt. Ástvinir Gray hafa einnig biðlað til fólks að hætta ofbeldinu.

Mótmælendur hafa látið öllum illum látum í dag, kastað múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluþjóna og -bíla á svæðinu. Fyrr í dag barst lögreglu upplýsingar um að meðlimir nokkurra glæpagengja hefðu tekið höndum saman og hygðust beina spjótum sínum að lögreglu.

Myndbönd af átökunum má sjá hér fyrir neðan, annað þeirra í beinni útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×