Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 11:13 Úr héraðsdómi í morgun. Einar Pálmi er annar frá vinstri og Ingólfur Helgason annar frá hægri á milli lögmanna sinna. Vísir/GVA Þinghaldi í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 10 í morgun. Það átti að hefjast klukkan 9 en fresta þurfti því um klukkutíma vegna bilunar í tölvukerfi dómsins. Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. Hann flutti enga yfirlýsingu við upphaf skýrslutöku þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins, eins og hefur verið algengt hjá sakborningum í hrunmálunum svokölluðu. Einar Pálmi er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans hvað varðar viðskipti eigin viðskipta með hlutabréf í bankanum. Eiga þau viðskipti að hafa farið fram með það að augnamiði að halda gengi bréfanna uppi.Áttaði sig ekki strax á hver réði öllu Líkt og áður spyr saksóknari mikið út í samskipti þeirra sem eru ákærðir í málinu en Einar var næsti yfirmaður verðbréfasalanna Péturs Kristins Guðmarssonar og Birnis Sæs Björnssonar sem sáu aðallega um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta. Pétur og Birnir gáfu skýrslu fyrir dómi í seinustu viku og sögðust hafa fengið fyrirmæli um viðskiptin ýmist frá Einari eða Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Saksóknari spurði Einar út í samskipti hans við Ingólf á ákærutímabilinu. „Við áttum ágæt samskipti þarna. Eftir að ég byrjaði þarna í apríl 2007 var ég smá tíma að átta mig hvernig hlutirnir voru og ég áttaði mig ekki alveg á hver ræður öllu þarna. Samskiptin við Ingólf urðu svo meiri um haustið 2007,” svaraði Einar.„Víðsjárverðir tímar“ Björn spurði hann þá sérstaklega út í samskipti Ingólfs varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi. Sagði Einar að samskiptin hafi ekki verið mikil til að byrja með en að þau hafi aukist mikið um haustið 2007 og jukust yfir ákærutímabilið. Einar sagði Ingólf hafa lagt línuna almennt varðandi deild eigin viðskipta. „Þetta var óvenjulegt tímabil, þetta ákærutímabil, þetta voru víðsjárverðir tímar. [...]. Varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi þá höfðum við þrjú hlutverk. Það var seljanleiki, svona óformleg viðskiptavakt, stöðutaka og svo að aðstoða miðlun bankans, til dæmis í stærri sölum. Maður fékk einhver svona skilaboð og svo var verið að leiðbeina manni meira eftir því sem leið á tímabilið, hvernig við ættum að haga þessum þremur liðum.” Saksóknari spurði þá hvort hann hafi sett spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta. Svaraði Einar því játandi. Spurður nánar út í áhyggjur sínar af afskiptum Ingólfs, sem veitti eigin viðskiptum meðal annars auknar heimildir til að kaupa bréf í Kaupþingi, sagði Einar:Fékk nokkuð nákvæm fyrirmæli frá Ingólfi „Í byrjun var ég að velta fyrir mér sjálfstæði eigin viðskipta og skipulaginu. Það voru stór atriði þarna sem voru ekki eins og ég hélt. Ég hélt að deildin væri sjálfstæðari en þetta. Ég ræddi þetta nokkrum sinnum við regluvörð hvort ég ætti að vera að taka við fyrirmælum frá Ingólfi forstjóra og hún sagði að það væri þannig samkvæmt strúktúrnum. Það sem ég hafði áhyggjur af, og sagði henni, var að Ingólfur væri líka yfir Kínaveggjunum, að hann væri yfir öðrum deildum líka. Þá sagði hún að það væri ekki mitt að hafa áhyggjur af því heldur hans.” Einar benti svo á, líkt og kemur fram í gögnum málsins, að Ingólfur hafi verið í sambandi við eigin viðskipti flesta daga. Aðspurður hvort að ákvarðanavald varðandi magn og gengi tilboða hafi legið hjá deild eigin viðskipta sagði Einar að svo hafi ekki verið. Saksóknari spurði hvort að hann hafi einhvern tíma fengið bein fyrirmæli um að kaupa tiltekin bréf. „Ingólfur fylgdist með og hann gaf... ég man ekki alveg hvort það var þannig en fyrirmælin voru oft á tíðum nokkuð nákvæm.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 var frestað um klukkutíma. 27. apríl 2015 09:19 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Þinghaldi í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 10 í morgun. Það átti að hefjast klukkan 9 en fresta þurfti því um klukkutíma vegna bilunar í tölvukerfi dómsins. Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. Hann flutti enga yfirlýsingu við upphaf skýrslutöku þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins, eins og hefur verið algengt hjá sakborningum í hrunmálunum svokölluðu. Einar Pálmi er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans hvað varðar viðskipti eigin viðskipta með hlutabréf í bankanum. Eiga þau viðskipti að hafa farið fram með það að augnamiði að halda gengi bréfanna uppi.Áttaði sig ekki strax á hver réði öllu Líkt og áður spyr saksóknari mikið út í samskipti þeirra sem eru ákærðir í málinu en Einar var næsti yfirmaður verðbréfasalanna Péturs Kristins Guðmarssonar og Birnis Sæs Björnssonar sem sáu aðallega um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta. Pétur og Birnir gáfu skýrslu fyrir dómi í seinustu viku og sögðust hafa fengið fyrirmæli um viðskiptin ýmist frá Einari eða Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Saksóknari spurði Einar út í samskipti hans við Ingólf á ákærutímabilinu. „Við áttum ágæt samskipti þarna. Eftir að ég byrjaði þarna í apríl 2007 var ég smá tíma að átta mig hvernig hlutirnir voru og ég áttaði mig ekki alveg á hver ræður öllu þarna. Samskiptin við Ingólf urðu svo meiri um haustið 2007,” svaraði Einar.„Víðsjárverðir tímar“ Björn spurði hann þá sérstaklega út í samskipti Ingólfs varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi. Sagði Einar að samskiptin hafi ekki verið mikil til að byrja með en að þau hafi aukist mikið um haustið 2007 og jukust yfir ákærutímabilið. Einar sagði Ingólf hafa lagt línuna almennt varðandi deild eigin viðskipta. „Þetta var óvenjulegt tímabil, þetta ákærutímabil, þetta voru víðsjárverðir tímar. [...]. Varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi þá höfðum við þrjú hlutverk. Það var seljanleiki, svona óformleg viðskiptavakt, stöðutaka og svo að aðstoða miðlun bankans, til dæmis í stærri sölum. Maður fékk einhver svona skilaboð og svo var verið að leiðbeina manni meira eftir því sem leið á tímabilið, hvernig við ættum að haga þessum þremur liðum.” Saksóknari spurði þá hvort hann hafi sett spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta. Svaraði Einar því játandi. Spurður nánar út í áhyggjur sínar af afskiptum Ingólfs, sem veitti eigin viðskiptum meðal annars auknar heimildir til að kaupa bréf í Kaupþingi, sagði Einar:Fékk nokkuð nákvæm fyrirmæli frá Ingólfi „Í byrjun var ég að velta fyrir mér sjálfstæði eigin viðskipta og skipulaginu. Það voru stór atriði þarna sem voru ekki eins og ég hélt. Ég hélt að deildin væri sjálfstæðari en þetta. Ég ræddi þetta nokkrum sinnum við regluvörð hvort ég ætti að vera að taka við fyrirmælum frá Ingólfi forstjóra og hún sagði að það væri þannig samkvæmt strúktúrnum. Það sem ég hafði áhyggjur af, og sagði henni, var að Ingólfur væri líka yfir Kínaveggjunum, að hann væri yfir öðrum deildum líka. Þá sagði hún að það væri ekki mitt að hafa áhyggjur af því heldur hans.” Einar benti svo á, líkt og kemur fram í gögnum málsins, að Ingólfur hafi verið í sambandi við eigin viðskipti flesta daga. Aðspurður hvort að ákvarðanavald varðandi magn og gengi tilboða hafi legið hjá deild eigin viðskipta sagði Einar að svo hafi ekki verið. Saksóknari spurði hvort að hann hafi einhvern tíma fengið bein fyrirmæli um að kaupa tiltekin bréf. „Ingólfur fylgdist með og hann gaf... ég man ekki alveg hvort það var þannig en fyrirmælin voru oft á tíðum nokkuð nákvæm.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 var frestað um klukkutíma. 27. apríl 2015 09:19 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 var frestað um klukkutíma. 27. apríl 2015 09:19