Innlent

Krefst tíu milljóna króna í bætur fyrir dóttur sína

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hin meinta hópnauðgun átti sér stað í íbúð í Breiðholti aðfaranótt sunnudagsins 4. maí í fyrra.
Hin meinta hópnauðgun átti sér stað í íbúð í Breiðholti aðfaranótt sunnudagsins 4. maí í fyrra. Vísir/Vilhelm
Móðir átján ára stúlkunnar sem fimm piltum er gefið að sök að hafa nauðgað í svefnherbergi í heimahúsi í Breiðholti þann 4. maí árið 2014 fer fram á rúmar tíu milljónir króna í bætur fyrir hönd dóttur sinnar.

Piltarnir eru á aldrinum 18-21 árs og er öllum gefið að sök að hafa haft margs konar kynferðismök við stúlkuna, beitt hana ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung. Eru þeir sakaðir um að hafa notfært sér yfirburða stöðu og aðstöðumun gagnvart stúlkunni.

Bæði vegna líkamlegra aflsmuna og að hún var ein og hafi mátt sín lítils gegn þeim í lokuðu og myrkvuðu herbergi, lömuð af hræðslu og fjarri öðrum á ókunnugum stað eins og segir í ákærunni.

Ríkissaksóknari gaf út ákæru í málinu þann 28. maí síðastliðinn eins og Vísir greindi fyrst frá í dag. Stefnt er að því að þingfesta í málinu á föstudaginn en reikna má með því að þinghald verði lokað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×