„Lágkúra“ og „ódrengskapur“ á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júní 2015 14:56 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/GVA Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, var vægast sagt ósáttur við ummæli sem Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, lét falla í seinustu ræðunni undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Jón gerði þá að umtalsefni kísilverksmiðjuna á Bakka og lagði út af orðum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem hún hafði látið falla fyrr í umræðunni. Lilja talaði um mikilvægi þess að fylgja rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, ekki síst vegna þess sem hún sagði vera þrýsting frá fyrirtækjum og stóriðju um uppbyggingu. Þá nefndi hún einnig lög um ívilnanir í nýfjárfestingum og mikilvægi þess að fylgja þeim ramma. Formaður atvinnuveganefndar sagði Bakka langt út fyrir ívilnunarlögin sem Lilja Rafney nefndi: „Það hefði þurft sérákævði til þess að það verkefni færi í gegn til hliðar við ívilnunarlögin. [...] Þetta er tvískinnungshátturinn í málflutningnum í þessu máli hjá þessu fólki sem er tilbúinn að styðja það af því það hentar kjördæmi formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, sem kom með málið inn í þingið, þá er þetta allt í lagi. En þegar kemur að öðrum kjördæmum og öðrum málum þá fara menn að flækja sig í einhverjum forsendu [...] þannig að það rýkur úr hausnum á þeim sjálfum og þau skilja ekki sjálf um hvað þau eru að tala.“ Liðnum Störf þingsins lauk svo en Steingrímur J. kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Hann sagði að honum þætti það varla við hæfi að þingmenn gætu notað ræðutíma sinn í að nafngreina aðrar þingmenn og rægja þá út í eitt. Steingrímur sagði að honum fyndist að forseti mætti gera athugasemdir við slíkan málflutning. „Það er auðvitað ekki boðlegt að þingmenn þurfi að sæta því, og sitja undir því, dauðir eins og það er kallað í umræðu, og geta ekki borið hönd yfir höfuð sér. Auðvitað kippi ég mér ekki mikið upp við skítadreifarana frá háttvirtum þingmanni Jóni Gunnarssyni og ég mun hafa tækifæri síðar til að jafna þá reikninga ef svo ber undir. En mér er meira umhugað um það að svona lagað sé ekki látið líðast hérna í störfum þingsins. Að svona lágkúra og ódrengskapur að vega að mönnum sem ekki geta svarað og hafa ekki ræðurétt í umræðu sé látin viðgangast en auðvitað er skömmin háttvirts þingmanns.“ Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, var vægast sagt ósáttur við ummæli sem Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, lét falla í seinustu ræðunni undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Jón gerði þá að umtalsefni kísilverksmiðjuna á Bakka og lagði út af orðum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem hún hafði látið falla fyrr í umræðunni. Lilja talaði um mikilvægi þess að fylgja rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, ekki síst vegna þess sem hún sagði vera þrýsting frá fyrirtækjum og stóriðju um uppbyggingu. Þá nefndi hún einnig lög um ívilnanir í nýfjárfestingum og mikilvægi þess að fylgja þeim ramma. Formaður atvinnuveganefndar sagði Bakka langt út fyrir ívilnunarlögin sem Lilja Rafney nefndi: „Það hefði þurft sérákævði til þess að það verkefni færi í gegn til hliðar við ívilnunarlögin. [...] Þetta er tvískinnungshátturinn í málflutningnum í þessu máli hjá þessu fólki sem er tilbúinn að styðja það af því það hentar kjördæmi formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, sem kom með málið inn í þingið, þá er þetta allt í lagi. En þegar kemur að öðrum kjördæmum og öðrum málum þá fara menn að flækja sig í einhverjum forsendu [...] þannig að það rýkur úr hausnum á þeim sjálfum og þau skilja ekki sjálf um hvað þau eru að tala.“ Liðnum Störf þingsins lauk svo en Steingrímur J. kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Hann sagði að honum þætti það varla við hæfi að þingmenn gætu notað ræðutíma sinn í að nafngreina aðrar þingmenn og rægja þá út í eitt. Steingrímur sagði að honum fyndist að forseti mætti gera athugasemdir við slíkan málflutning. „Það er auðvitað ekki boðlegt að þingmenn þurfi að sæta því, og sitja undir því, dauðir eins og það er kallað í umræðu, og geta ekki borið hönd yfir höfuð sér. Auðvitað kippi ég mér ekki mikið upp við skítadreifarana frá háttvirtum þingmanni Jóni Gunnarssyni og ég mun hafa tækifæri síðar til að jafna þá reikninga ef svo ber undir. En mér er meira umhugað um það að svona lagað sé ekki látið líðast hérna í störfum þingsins. Að svona lágkúra og ódrengskapur að vega að mönnum sem ekki geta svarað og hafa ekki ræðurétt í umræðu sé látin viðgangast en auðvitað er skömmin háttvirts þingmanns.“
Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira