Lífið

Er alsæl með nýja einkanúmerið

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Linda ákvað að skella sér á einkanúmerið fyrst enginn annar var búinn að kveikja á því.
Linda ákvað að skella sér á einkanúmerið fyrst enginn annar var búinn að kveikja á því. Mynd/AriEldjárn
„Þetta er eitthvað sem ég hef ætlað að gera í mörg ár en ekki tímt því,“ segir Linda Guðrún Karlsdóttir, sem á dögunum fjárfesti í einkanúmerinu BÍLL.

„Svo ákvað ég bara að skella í þetta fyrst það var enginn búinn að kveikja á þessu. Þetta er svo einfalt og gott,“ segir Linda glöð í bragði en hún hefur um árabil haldið úti hinni vinsælu Facebook-síðu Humars Lindusonar Eldjárn, sem er hugarfóstur hennar og unnusta hennar Ara Eldjárn.

Á vef Samgöngustofu er hægt að fletta upp lausum einkanúmerum og fletta upp skráðum númerum sem mörg hver eru skemmtileg.

Samkvæmt umsóknareyðublaði stofnunarinnar mega einkanúmer vera 2-6 íslenskir bókstafir og/eða tölustafir og hafa eitt autt bil í númerinu en ekki önnur tákn. Einkanúmerið BÍLL uppfyllti því öll skilyrði.

Linda hefur fengið talsverð viðbrögð frá vinum og ættingjum og einnig á Facebook þar sem hún birti mynd af sér kátri með bílnum á nýja númerinu en hefur minna orðið vör við viðbrögð frá öðrum ökumönnum og vegfarendum.

Sjálf er Linda alsæl með númerið sem gleður hana og vonandi aðra sem reka augun í það. „Þetta er allavega svona númer sem ég myndi brosa yfir ef ég sæi það úti á götu,“ segir hún hress að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×