Lífið

Engin kærasta bara mamma

Guðrún Ansne skrifar
Cooper er sennilega mömmustrákur, en það ætti svo sem ekki að vinna gegn honum.mynd/Nordicphotos
Cooper er sennilega mömmustrákur, en það ætti svo sem ekki að vinna gegn honum.mynd/Nordicphotos
Margir ráku upp stór augu þegar stórleikarinn Bradley Cooper steig á rauða dregilinn á Tony-verðlaunahátíðinni á sunnudagskvöldið.

Voru menn almennt spenntir fyrir komu Coopers á svæðið þar sem gert var ráð fyrir að hann myndi frumsýna nýju kærustuna, ofurfyrirsætuna Irina Shayk. Segja menn að þau hafi verið að hittast síðan í febrúar á þessu ári. 



Bætti Cooper um betur og mætti með tvö glæsikvendi upp á arminn, og Shayk fjarri góðu gamni. Cooper mætti sumsé með mömmu sína og systur, og var mál manna að af honum hafi geislað.

Á nákvæmlega sama tíma og Cooper valsaði um rauða dregilinn með mömmu og systur, var Shayk í nokkuð góðum höndum ef marka má mynd sem hún lét frá sér á Instagram.

Lét hún fylgja með í textaformi að ef hún elskaði eitthvað meira en þennan mat, pastað, hamborgarana og frönsku kartöflurnar, þá væri það þessi góði vinur hennar sem hjá henni lá. 


Tengdar fréttir

Cooper í stað Eastwood

Til stóð að leikarinn Clint Eastwood myndi leikstýra endurgerð myndarinnar A Star is Born.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×