Lífið

Litlu munaði í pizzagerðarkeppni

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hér eru þau Vilborg Lárusdóttir, Petra Marteinsdóttir, Ívar Örn Ólafsson og Bjarni Heiðar Halldórsson kát í bragði í Hollandi.
Hér eru þau Vilborg Lárusdóttir, Petra Marteinsdóttir, Ívar Örn Ólafsson og Bjarni Heiðar Halldórsson kát í bragði í Hollandi.
„Það munaði þremur sekúndum að við hefðum farið áfram,“ segir Bjarni Heiðar Halldórsson sem er rekstrarstjóri Domino‘s á Íslandi. Domino"s Pizza á Íslandi sendi á dögunum lið í keppnina „Fljótasti pizzagerðarmaður heims“, en þetta er í annað sinn sem Domino"s Pizza á Íslandi sendir lið í keppnina.

Keppnin fór fram í Leiden í Hollandi og tóku 22 einstaklingar þátt í mótinu. Það eru Dominos markaðirnir í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Asía sem standa fyrir keppninni. Í ár voru tveir einstaklingar sendir í keppnina frá Íslandi, þau Ívar Örn Ólafsson vakstjóri á Domino"s í Hraunbæ og Vilborg Lárusdóttir vaktstjóri á Domino"s á Akranesi.

„Við erum með forkeppni innanhúss hjá okkur og tóku yfir tuttugu manns þátt í henni. Í fyrra fengum við bara að senda einn þátttakanda en sendum tvo í ár,“ segir Bjarni Heiðar um fyrirkomulagið.

Hörku keppni
Í keppninni þurftu þau að fullklára þrjár pizzur, taka deigið úr kassa, fletja út, setja sósu og álegg og svo framvegis. „Okkar fólk var með tímann 1:05 en við hefðum þurft 1:02 til að komast í gegn.“ Bjarni Heiðar segir þó að við séum að stíga okkar fyrstu skref í keppni sem þessari og að reynslan skipti miklu máli. 

„Við erum óreynd í þessu, flestir hafa verið að senda sömu keppendurnar í mörg ár. Þeir eru meira segja með þjálfunarmiðstöð í Bretlandi, þar sem fólk er þjálfað í æfingarbúðum allt árið.“ 

Pali Grewal sigraði keppnina en hann á heimsmetið í pizzugerð og vann keppnina með því að fullklára þrjár pizzur á rúmum 32 sekúndum. Hér að neðan má sjá gamalt myndband af kappanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×