Staðfest að Daniel Craig leikur stormsveitarmann í The Force Awakens Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2015 11:47 Daniel Craig Vísir/getty images Breski leikarinn Daniel Craig, sem er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar James Bond, fer með lítið hlutverk í sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens.Þeir sem ekki hafa séð myndina ættu að láta staðar numið við lestur fréttarinnar því upplýsingar í henni gætu spillt fyrir áhorfi þeirra sem ekkert vilja vita um söguþráð hennar. Fyrr á þessu ári hafði verið greint frá því að Craig hefði beðið um lítið aukahlutverk í myndinni og sagði leikarinn Simon Pegg frá því, sem leikur geimveru í The Force Awakens, að Craig myndi leika stormsveitarmann. Craig neitaði þessu staðfastlega og sagðist ekki hafa hugmynd um að Pegg væri að tala um og gekk svo langt að segja þessi orð landa síns vera algjört kjaftæði. Nú greina miðlar ytra frá því að Craig hefði leikið lítið hlutverk í myndinni. Sjálfur hafði hann verið við tökur á nýjustu Bond myndinni Spectre í Pinewood-kvikmyndaverinu í Lundúnum en The Force Awakens var tekin upp á sama tíma í kvikmyndaverinu. Aftur eru þeir sem ekki hafa séð myndina varaðir við, ekki lesa lengra ef þú vilt ekkert vita um söguþráð hennar.Frá frumsýningunni í London.vísir/epaEin af aðalsöguhetjum myndarinnar Rey, leikin af Daisy Ridley, er fangi illmennanna á einum tímapunkti en hún reynir að beita hugarafli gegn einum af stormsveitarmönnunum til að fá hann til að leysa sig úr haldi. Er umræddur stormsveitarmaður leikinn af Daniel Craig samkvæmt frásögnum miðla ytra. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rosalegir búningar á Nexus sýningu á Star Wars í Egilshöll Admiral Ackbar, Svarthöfði, Boba Fett og keisarinn litu við. 18. desember 2015 10:33 Star Wars-frumsýningin: „Ég varla trúi því að þetta sé að gerast“ Einn laumaðist inn í Egilshöll um miðjan dag til að vera fremstur og annar ætlar að sjá sjöundu Stjörnustríðsmyndina sjö sinnum. 17. desember 2015 12:00 Uppnám á Star Wars-sýningu í Egilshöll: „Ótrúlegt að þetta þurfi að gerast á stærstu stundinni í okkar löngu sögu“ Undir lok miðnætursýningarinnar á Star Wars í Egilshöll í nótt fraus myndin ítrekað – hátt í tíu sinnum og í fjölmargar sekúndur í hvert skipti. 17. desember 2015 09:02 Allt útlit fyrir að Star Wars slái öll met Tekjur af Star Wars nema 8,4 milljörðum á fyrstu tveimur sýningadögum. 18. desember 2015 10:59 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Breski leikarinn Daniel Craig, sem er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar James Bond, fer með lítið hlutverk í sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens.Þeir sem ekki hafa séð myndina ættu að láta staðar numið við lestur fréttarinnar því upplýsingar í henni gætu spillt fyrir áhorfi þeirra sem ekkert vilja vita um söguþráð hennar. Fyrr á þessu ári hafði verið greint frá því að Craig hefði beðið um lítið aukahlutverk í myndinni og sagði leikarinn Simon Pegg frá því, sem leikur geimveru í The Force Awakens, að Craig myndi leika stormsveitarmann. Craig neitaði þessu staðfastlega og sagðist ekki hafa hugmynd um að Pegg væri að tala um og gekk svo langt að segja þessi orð landa síns vera algjört kjaftæði. Nú greina miðlar ytra frá því að Craig hefði leikið lítið hlutverk í myndinni. Sjálfur hafði hann verið við tökur á nýjustu Bond myndinni Spectre í Pinewood-kvikmyndaverinu í Lundúnum en The Force Awakens var tekin upp á sama tíma í kvikmyndaverinu. Aftur eru þeir sem ekki hafa séð myndina varaðir við, ekki lesa lengra ef þú vilt ekkert vita um söguþráð hennar.Frá frumsýningunni í London.vísir/epaEin af aðalsöguhetjum myndarinnar Rey, leikin af Daisy Ridley, er fangi illmennanna á einum tímapunkti en hún reynir að beita hugarafli gegn einum af stormsveitarmönnunum til að fá hann til að leysa sig úr haldi. Er umræddur stormsveitarmaður leikinn af Daniel Craig samkvæmt frásögnum miðla ytra.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rosalegir búningar á Nexus sýningu á Star Wars í Egilshöll Admiral Ackbar, Svarthöfði, Boba Fett og keisarinn litu við. 18. desember 2015 10:33 Star Wars-frumsýningin: „Ég varla trúi því að þetta sé að gerast“ Einn laumaðist inn í Egilshöll um miðjan dag til að vera fremstur og annar ætlar að sjá sjöundu Stjörnustríðsmyndina sjö sinnum. 17. desember 2015 12:00 Uppnám á Star Wars-sýningu í Egilshöll: „Ótrúlegt að þetta þurfi að gerast á stærstu stundinni í okkar löngu sögu“ Undir lok miðnætursýningarinnar á Star Wars í Egilshöll í nótt fraus myndin ítrekað – hátt í tíu sinnum og í fjölmargar sekúndur í hvert skipti. 17. desember 2015 09:02 Allt útlit fyrir að Star Wars slái öll met Tekjur af Star Wars nema 8,4 milljörðum á fyrstu tveimur sýningadögum. 18. desember 2015 10:59 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Rosalegir búningar á Nexus sýningu á Star Wars í Egilshöll Admiral Ackbar, Svarthöfði, Boba Fett og keisarinn litu við. 18. desember 2015 10:33
Star Wars-frumsýningin: „Ég varla trúi því að þetta sé að gerast“ Einn laumaðist inn í Egilshöll um miðjan dag til að vera fremstur og annar ætlar að sjá sjöundu Stjörnustríðsmyndina sjö sinnum. 17. desember 2015 12:00
Uppnám á Star Wars-sýningu í Egilshöll: „Ótrúlegt að þetta þurfi að gerast á stærstu stundinni í okkar löngu sögu“ Undir lok miðnætursýningarinnar á Star Wars í Egilshöll í nótt fraus myndin ítrekað – hátt í tíu sinnum og í fjölmargar sekúndur í hvert skipti. 17. desember 2015 09:02
Allt útlit fyrir að Star Wars slái öll met Tekjur af Star Wars nema 8,4 milljörðum á fyrstu tveimur sýningadögum. 18. desember 2015 10:59