Erlent

FBI lagði ekki hald á Wu-Tang plötu Shkreli

Samúel Karl Ólason skrifar
Martin Shkreli leiddur af starfsmönnum FBI.
Martin Shkreli leiddur af starfsmönnum FBI. Vísir/Getty
Alríkislögregla Bandaríkjanna segist ekki hafa lagt hald á eina eintak plötu Wu-Tang Clan, Once Upon a Time in Shaolin, þegar Martin Shkreli, sem þekktur er sem „hataðasti maður internetsins“ var handtekinn í gær. Shkreli hafði keypt plötuna, á uppboði en um er að ræða eina eintak plötunnar sem gert var.

Sjá einnig: Hataðasti milljarðamæringur heims keypti eina eintakið af nýrri plötu Wu-Tang Clan

FBI sendi sérstaklega út tíst um málið eftir að Shkreli var handtekinn fyrir meint fjársvik. Grunur leikur á að hann hafi notað hlutabréf úr eldra fyrirtæki sínu, Rethropin, á ólöglegan hátt. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir síðan 2011.

Sjá einnig: Shkreli skellti á FBI rétt áður hann var handtekinn

Hér að neðan má sjá upptöku af streymi Shkreli frá því í dag en á 1:22:00 sést hvar hann svarar símtali FBI og skellir á um leið. Líklegast hefur hann talið að um símaat hafi verið að ræða. Ekki löngu síðar var hann handtekinn en það sést að vísu ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×