Menning

Tel mig geta lofað flottum tónleikum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Guðrún Þórarinsdóttir, Greta Guðnadóttir, Þórir Jóhannsson, Júlía Mogensen og Ingunn Hildur Hauksdóttir.
Guðrún Þórarinsdóttir, Greta Guðnadóttir, Þórir Jóhannsson, Júlía Mogensen og Ingunn Hildur Hauksdóttir.
„Þau fara mjög vel saman þessi tvö verk sem við ætlum að flytja, Silungakvintettinn eftir Schubert og píanókvintett númer 1 í a-moll opus 30 eftir franska tónskáldið Louise Farrenc. Þetta er alveg hárómantísk tónlist,“ segir Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari, einn flytjenda á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins sem haldnir verða í Norðurljósum í Hörpu á sunnudagskvöldið og hefjast klukkan 19.30.



„Ég veit ekki betur en að við séum að Íslandsfrumflytja þennan píanókvintett eftir Farrenc, hún var samtímamaður Schuberts. Ég tel mig geta lofað flottum tónleikum,“ heldur Þórir áfram.

Ásamt Þóri leika Greta Guðnadóttir á fiðlu, Júlía Mogensen á selló, Guðrún Þórarinsdóttir á víólu og Ingunn Hildur Hauksdóttir á píanó.

Þetta eru þriðju tónleikar klúbbsins á þessum vetri.

Nánar má lesa um klúbbinn á síðunni kammer.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×