Erlent

Neita að hitta ráðherrann

Ingbiörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Ferð Margot Wallström til Ísraels hefur verið aflýst.
Ferð Margot Wallström til Ísraels hefur verið aflýst.
Fyrirhugaðri ferð utanríkisráðherra Svíþjóðar, Margot Wallström, til Ísraels til að taka þátt í umræðum til minningar um Raoul Wallenberg hefur verið aflýst.

Sænska ríkisútvarpið segir að ráðamenn í Ísrael hafi ekki haft áhuga á að hitta hana og að ekki hafi átt að veita henni nauðsynlega vernd sem opinberri persónu.

Ísraelsk yfirvöld hafa krafist þess að sænsk stjórnvöld biðjist afsökunar á að hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×