Ómetanleg heilsa Helga María Guðmundsdóttir skrifar 4. desember 2015 07:00 Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. En það er ekki einungis staðsetningin sem þykir óhentug. Það er einnig að núverandi húsnæði spítalans er orðið úrelt og hefur myglusveppur fundist á hinum ýmsu stöðum innan veggja spítalans. Þegar úti rignir eru settar fötur á víð og dreif um ganga spítalans til þess að grípa lekandi vatnsdropana og hafa myndir verið birtar af þessu á samfélagsmiðlinum Facebook. En ekki hafa öll álitamál húsnæðisins komist í kastljósið. Sem dæmi má nefna lyftukost spítalans. Lyfturnar eiga það til að stöðvast á milli hæða en fara yfirleitt aftur af stað ef takkanum er haldið inni í smá tíma. Einnig eru sumar lyftuhurðirnar bilaðar og þarf því að halda þeim opnum á meðan rúmin eru keyrð út úr lyftunni en þær stöðvast ekki alltaf á jafnsléttu. Hjarta- og lungnaskurðdeildin var upprunalega barnadeild þannig að herbergin eru með minna sniði. Það þýðir að á sumum tveggja manna herbergjum deildarinnar er ekki hægt að fara með innra rúmið út án þess að færa hið fremra upp á rönd. Þetta skapar aukna vinnu og óþægindi fyrir sjúklinga og starfsmenn þar sem sumir þurfa að fara í röð rannsókna sama daginn. Baðherbergin eru oft mjög lítil og inni á sumum er ekki einu sinni rými fyrir starfsmenn að fylgja sjúklingum alla leið inn á herbergið. Ekki er pláss fyrir auka manneskju og hvað þá hjólastól. En nýi spítalinn á að laga þetta. Eða hvað? Niðurstaðan er sú að til þess að hægt sé að reka grunnheilbrigðisþjónustu þarf spítalinn raunhæf fjárlög. Viðhald á svona gömlum byggingum er mjög dýrt og ekki má gleyma að þjóðin er að eldast og að fleiri þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda á hverju ári. Þegar upp er staðið þá skiptir heilsan öllu. Ég vona að fjárlaganefnd Alþingis veiti viðeigandi fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar því að heilsan, hún er ómetanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. En það er ekki einungis staðsetningin sem þykir óhentug. Það er einnig að núverandi húsnæði spítalans er orðið úrelt og hefur myglusveppur fundist á hinum ýmsu stöðum innan veggja spítalans. Þegar úti rignir eru settar fötur á víð og dreif um ganga spítalans til þess að grípa lekandi vatnsdropana og hafa myndir verið birtar af þessu á samfélagsmiðlinum Facebook. En ekki hafa öll álitamál húsnæðisins komist í kastljósið. Sem dæmi má nefna lyftukost spítalans. Lyfturnar eiga það til að stöðvast á milli hæða en fara yfirleitt aftur af stað ef takkanum er haldið inni í smá tíma. Einnig eru sumar lyftuhurðirnar bilaðar og þarf því að halda þeim opnum á meðan rúmin eru keyrð út úr lyftunni en þær stöðvast ekki alltaf á jafnsléttu. Hjarta- og lungnaskurðdeildin var upprunalega barnadeild þannig að herbergin eru með minna sniði. Það þýðir að á sumum tveggja manna herbergjum deildarinnar er ekki hægt að fara með innra rúmið út án þess að færa hið fremra upp á rönd. Þetta skapar aukna vinnu og óþægindi fyrir sjúklinga og starfsmenn þar sem sumir þurfa að fara í röð rannsókna sama daginn. Baðherbergin eru oft mjög lítil og inni á sumum er ekki einu sinni rými fyrir starfsmenn að fylgja sjúklingum alla leið inn á herbergið. Ekki er pláss fyrir auka manneskju og hvað þá hjólastól. En nýi spítalinn á að laga þetta. Eða hvað? Niðurstaðan er sú að til þess að hægt sé að reka grunnheilbrigðisþjónustu þarf spítalinn raunhæf fjárlög. Viðhald á svona gömlum byggingum er mjög dýrt og ekki má gleyma að þjóðin er að eldast og að fleiri þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda á hverju ári. Þegar upp er staðið þá skiptir heilsan öllu. Ég vona að fjárlaganefnd Alþingis veiti viðeigandi fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar því að heilsan, hún er ómetanleg.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun