Erlent

Prentaði út allar greinarnar á Wikipedia

Atli Ísleifsson skrifar
Listamaðurinn Michael Mandiberg.
Listamaðurinn Michael Mandiberg.
Bandaríski listamaðurinn Michael Mandiberg opnaði nýverið sýningu í New York þar sem hann reynir að sýna hversu miklar upplýsingar og gögn séu á alfræðisíðunni Wikipedia.

Mandiberg prentaði út allar upplýsingar og lét binda inn í 7.473 bækur sem eru nú til sýnis í stórborginni. Þar að auki er 91 bindi þar sem í er að finna efnisyfirlit og listi yfir alla þá 7,5 milljón manns sem hafa skrifað greinar á síðurnar.

Listamaðurinn þróaði forrit sem sótti allar 11.594.743 ensku greinarnar á Wikipedia – alls um 50 gígabæt.

Í grein CBS segir að listamaðurinn vonist til að gestir og gangandi kaupi bindi fyrir um 11 þúsund krónur stykkið.

Sjá má myndband þar sem rætt er við Mandiberg að neðan.

Print Wikipedia by Michael Mandiberg from Lulu.com on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×