Erlent

Miklir skógareldar í suðurhluta Grikklands

Atli Ísleifsson skrifar
Eldarnir áttu upptök sín á fjallinu Ymittos, um 15 kílómetrum frá höfuðborginni.
Eldarnir áttu upptök sín á fjallinu Ymittos, um 15 kílómetrum frá höfuðborginni. Vísir/AFP
Slökkvilið í Grikklandi berst nú við fjölda skógarelda í suðurhluta Grikklands. Fleiri tugir íbúa höfuðborgarinnar Aþenu neyddust til að yfirgefa heimili sín í dag en sterkir vindar hafa ýtt undir útbreiðslu eldanna og gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.

Eldarnir áttu upptök sín á fjallinu Ymittos, um 15 kílómetrum frá höfuðborginni.

Enn hafa ekki borist fregnir af manntjóni, en Michalis Karagiannis, aðstoðarbæjarstjóri í Vyronas, úthverfi Aþenu, segir stöðuna mjög erfiða.

Grísk yfirvöld hafa beðið Frakka og Ítali um að bjóða fram sérútbúnar flugvélar sem nýta má í slökkvistarfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×