Erlent

Japanir hætta við smíði umdeilds Ólympíuleikvangs

Atli Ísleifsson skrifar
Upphaflega teikningin eftir breska arkitektinn Zaha Hadid hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að áætlaður kostnaður við smíði leikvangsins hækkaði í tvo milljaða Bandaríkjadala sem samsvarar um 270 milljarða króna.
Upphaflega teikningin eftir breska arkitektinn Zaha Hadid hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að áætlaður kostnaður við smíði leikvangsins hækkaði í tvo milljaða Bandaríkjadala sem samsvarar um 270 milljarða króna. Vísir/EPA
Japanska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta við áætlanir um smíði umdeilds leikvangs fyrir sumarólympíuleikana sem haldnir verða í höfuðborginni Tókýó árið 2020.

Shinzo Abe forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé aftur komin á byrjunarreit og unnið verði að nýrri hönnun leikvangsins.

Upphaflega teikningin eftir breska arkitektinn Zaha Hadid hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að áætlaður kostnaður við smíði leikvangsins hækkaði í tvo milljaða Bandaríkjadala sem samsvarar um 270 milljarða króna. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir kostnað upp á um 140 milljarða króna.

Í frétt BBC er haft eftir Abe að nýi völlurinn verði kláraður fyrir setningu leikanna. Þó er óvíst hvort hann verði reiðubúinn fyrir heimsmeistaramótið í rúgbí sem fram fer í landinu 2019.

Abe segist hafa tekið ákvörðunina eftir að hafa fengið fullvissu um að mögulegt væri að fara aftur á byrjunarreit og klára verkið áður en leikarnir verða settir 24. júlí 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×