Erlent

Breivik hefur háskólanám í haust

Atli Ísleifsson skrifar
Öll samskipti Breivik og háskólans munu eiga sér stað í gegnum starfsmann fangelsisins.
Öll samskipti Breivik og háskólans munu eiga sér stað í gegnum starfsmann fangelsisins. Vísir/AFP
Norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik mun hefja nám í stjórnmálafræði við Háskólann í Ósló í haust. Norskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.

Breivik mun vera með námsaðstöðu í klefa sínum og mun hann ekki geta heimsótt skólann eða átt í samskiptum við aðra nemendur. Breivik mun heldur ekki geta tekið þátt í málstofum eða fengið persónulega leiðsögn frá starfsmönnum skólans.

Öll samskipti Breivik og háskólans munu eiga sér stað í gegnum starfsmann fangelsisins.

Breivik var handtekinn þann 22. júlí 2011 eftir að hafa banað 77 manns í árásum sínum í miðborg Óslóar og Útey. Hann hlaut 21 árs dóm fyrir árásir sínar sem er lengsti dómur sem hefur verið kveðinn upp í Noregi.


Tengdar fréttir

Breivik rekur lögmann sinn

Verjandinn Geir Lippestad hafði starfað fyrir Anders Behring Breivik allt frá árinu 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×