Erlent

Föstumánuði múslima er lokið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bangladesskir múslimar fylltu í gær lestir á leið frá höfuðborginni Dakka til að ferðast heim til fjölskyldu sinnar að fagna föstulokum.
Bangladesskir múslimar fylltu í gær lestir á leið frá höfuðborginni Dakka til að ferðast heim til fjölskyldu sinnar að fagna föstulokum. nordicphotos/afp
Ramadan, föstumánuði múslima og jafnframt þeirra helgasta mánuði, lauk við sólsetur í nótt. Við tekur mánuðurinn shawwal. Fyrsti dagur hans, Eid al-Fitr, er mikilvægur hátíðisdagur meðal múslima um heim allan.

Múslimar mega ekki drekka, borða eða stunda kynlíf frá sólarupprás til sólseturs meðan á ramadan stendur.

Oft tíðkast því að halda miklar veislur á Eid al-Fitr þar sem fólk borðar nægju sína eftir föstu síðasta mánaðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×