Ein virkjun dregin til baka úr tillögunni Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. maí 2015 09:00 Hart var tekist á um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta í gær og ein virkjun dregin til baka. Fréttablaðið/vilhelm Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis féll í gær frá því að hafa Hagavatnsvirkjun meðal þeirra virkjanakosta sem lagt er til að verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti um þetta samkomulag í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. „Svoleiðis að menn geta haldið áfram að velta þeim kosti fyrir sér í ró og næði og vonandi séð að það er til bóta fyrir umhverfið að ráðast í virkjun á þeim stað og ná aftur til baka gamla Hagavatni og hefta þar með stórskaðlegan uppblástur sem hefur staðið í allt of marga áratugi,“ sagði Sigmundur. Síðari umræða um umdeilda tillögu til breytingar á þingsályktun frá meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta hófst á þriðjudag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem heyrðu fyrst af breytingunni í ræðu forsætisráðherra, voru nokkuð forviða yfir þessari tilkynningu. „Það er sem sagt búið að gera samkomulag um að breyta breytingartillögunni sem við áttum að ræða hér í allan dag. Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hérna í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Þess var krafist að forseti Alþingis tæki málið af dagskrá þar sem ekki lægi ljóst fyrir hvaða tillögu stæði til að ræða eftir breytinguna. „Þetta er svo mikið rugl. Ég krefst þess að forseti fresti hér fundi og að boðað verði til fundar meðal formanna flokkanna til þess að fara yfir dagskrána. Það er ekki í boði, það er ekki boðlegt að hér séu viðhöfð svona vinnubrögð þar sem við vitum ekki hvað verður á dagskrá,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, meðal annars. Einar K. Guðfinnsson samþykkti að lokum að funda með þingflokksformönnum áður en þingfundi yrði haldið áfram. Eftir fundinn tókst loks að hætta karpinu og var umræðu haldið áfram um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þingmenn héldu þó áfram að ræða dagskrá þingsins undir þeim lið og furðuðu sig á því að verið væri að ræða þessi mál en ekki stöðuna á vinnumarkaði, húsnæðismál eða önnur mál sem stjórnarandstöðunni þótti eðlilegra að ræða þegar svo stutt er til þingloka sem raun ber vitni. Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis féll í gær frá því að hafa Hagavatnsvirkjun meðal þeirra virkjanakosta sem lagt er til að verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti um þetta samkomulag í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. „Svoleiðis að menn geta haldið áfram að velta þeim kosti fyrir sér í ró og næði og vonandi séð að það er til bóta fyrir umhverfið að ráðast í virkjun á þeim stað og ná aftur til baka gamla Hagavatni og hefta þar með stórskaðlegan uppblástur sem hefur staðið í allt of marga áratugi,“ sagði Sigmundur. Síðari umræða um umdeilda tillögu til breytingar á þingsályktun frá meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta hófst á þriðjudag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem heyrðu fyrst af breytingunni í ræðu forsætisráðherra, voru nokkuð forviða yfir þessari tilkynningu. „Það er sem sagt búið að gera samkomulag um að breyta breytingartillögunni sem við áttum að ræða hér í allan dag. Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hérna í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Þess var krafist að forseti Alþingis tæki málið af dagskrá þar sem ekki lægi ljóst fyrir hvaða tillögu stæði til að ræða eftir breytinguna. „Þetta er svo mikið rugl. Ég krefst þess að forseti fresti hér fundi og að boðað verði til fundar meðal formanna flokkanna til þess að fara yfir dagskrána. Það er ekki í boði, það er ekki boðlegt að hér séu viðhöfð svona vinnubrögð þar sem við vitum ekki hvað verður á dagskrá,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, meðal annars. Einar K. Guðfinnsson samþykkti að lokum að funda með þingflokksformönnum áður en þingfundi yrði haldið áfram. Eftir fundinn tókst loks að hætta karpinu og var umræðu haldið áfram um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þingmenn héldu þó áfram að ræða dagskrá þingsins undir þeim lið og furðuðu sig á því að verið væri að ræða þessi mál en ekki stöðuna á vinnumarkaði, húsnæðismál eða önnur mál sem stjórnarandstöðunni þótti eðlilegra að ræða þegar svo stutt er til þingloka sem raun ber vitni.
Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira