Erlent

Sveik 33 milljónir út á látna móður sína

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þeir voru ófáir Franklínarnir sem Clarke hafði upp úr krafsinu.
Þeir voru ófáir Franklínarnir sem Clarke hafði upp úr krafsinu. vísir/getty
72 ára karlmaður í Rhode Island-ríki í Bandaríkjunum hefur játað að hafa nýtt sér látna móður sína til að fá bætur frá ríkinu. Þetta kemur fram á vef AP.

Luke Clarke hefur játað brot sín en móðir hans lést í janúar 1998. Hann lét hins vegar engan vita af andláti hennar og hélt áfram að þiggja ellilífeyrinn hennar sem lagður var inn á sameiginlegan bankareikning þeirra. Alls hafði hann um 250.000 dollara, andvirði tæpra 33 milljóna íslenskra króna á gengi dagsins í dag, upp úr krafsinu á þeim tíma.

Dómur verður kveðinn upp yfir manninum þann 12. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×