Erlent

Aðstoðarforsætisráðherra Norður-Kóreu tekinn af lífi

Atli Ísleifsson skrifar
Mynd af Choe Yong Gon frá árinu 2004.
Mynd af Choe Yong Gon frá árinu 2004. Vísir/AFP
Aðstoðarforsætisráðherra Norður-Kóreu hefur verið tekinn af lífi eftir að hann lýsti yfir óánægju með stjórnmálastefnu Kim Jong-un.

Suður-kóreskir fjölmiðlar hafa þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum úr norðri.

Hinn 63 ára Choe Yong Gon á að hafa gagnrýnt stefnu Norður-Kóreustjórnar í skógræktarmálum í maí og gerst sekur um „slæman vinnuanda“.

Choe Yong Gon hefur ekki sést opinberlega síðustu átta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×