Erlent

Íbúar ríkja ESB sóa 22 milljónum tonna af mat á ári

Atli Ísleifsson skrifar
Matarsóun var kortlögð í sex aðildarríkjum ESB.
Matarsóun var kortlögð í sex aðildarríkjum ESB. Vísir/Getty
Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins henda um 22 milljónum tonna af mat á ári hverju. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var á vegum framkvæmdastjórnar sambandsins.

Í frétt Telegraph kemur fram að í niðurstöðukafla skýrslunnar segi að mögulegt sé að koma í veg fyrir að um 80 prósent af þessum 22 milljónum tonna verði hent.

Matarsóun var kortlögð í sex ríkjum og út frá þeim var heildartalan reiknuð. Á meðal þeirra sex ríkja sem rannsökuð voru kom í ljós að Bretar sóa mestum, sem samsvarar um eina dós af baunum á dag, en Rúmenar minnst eða mat sem samsvarar einu epli á dag.


Tengdar fréttir

Hvernig getum við nýtt matinn okkar betur?

Þegar heim er komið úr matvöruversluninni getum við líka flestöll nýtt þann mat sem við svo kaupum inn enn betur. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumaður, þekkir vel kúnstina að nýta mat eins vel og hægt er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×