Í fótspor frænku tuttugu árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2015 06:30 Aníta á fullri ferð. vísir/getty Ísland hefur ekki átt langhlaupara á HM í frjálsum í tuttugu ár og það leit út fyrir að biðin lengdist enn þegar Aníta Hinriksdóttir náði ekki ströngum lágmörkum fyrir þátttökurétt í 800 metra hlaupi. Í gær kom hins vegar í ljós að íslenska hlaupadrottningin fær tækifæri til að feta í fótspor frænku sinnar, Mörtu Ernstsdóttur.Öðruvísi reglur fyrir þetta HM „Það voru öðruvísi reglur áður þegar það voru A- og B-lágmörk. Íslendingarnir voru oft að fara inn á stórmótin á B-lágmörkunum. Nú eru engin B-lágmörk lengur heldur stjórnar mótshaldarinn reglunum. Lágmarkið inn á HM núna er eiginlega eins og gömlu A-lágmörkin eða mjög strangt. Síðan fylla þeir upp í fjöldann með afrekum sem koma næst,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Alþjóðasambandið staðfesti í gær að Aníta verði með keppenda á heimsmeistaramótinu sem hefst þann 20. ágúst í Peking í Kína. „Við vorum búin að fara á mót í Belgíu tvær helgar í röð og þar voru allir að miða við þessi lágmörk. Það vissu því margir eftir tvö síðustu mót að þeir væru mjög heitir,“ segir Gunnar Páll en Anítu vantaði aðeins fimmtán hundraðshluta upp á að ná lágmarkinu. „Við vissum í gær að það væri mjög líklegt að hún fengi að fara en það var ekki gefið endanlega út fyrr en í dag (í gær). Hún var svo ofboðslega nálægt lágmarkinu þannig að líkurnar voru talsverðar. Við erum mjög sátt með að hafa farið í þessi tvö hlaup gagngert til þess að reyna að ná lágmarkinu. Það borgaði sig,“ segir Gunnar.Fyrsta heimsmeistaramótið Aníta keppir nú á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í fullorðinsflokki. „Þetta verður stærsta mótið sem hún hefur tekið þátt í og mér finnst þetta vera mjög mikilvægt. Hún komst í úrslit á EM innanhúss og var eini unglingurinn sem náði því. Hún komst síðan í undanúrslit á EM utanhúss í fyrra og er byrjuð að gera sig gildandi í fullorðinsflokknum. Það að komast inn á heimsmeistaramótið styrkir enn frekar stöðu hennar í undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana. Þetta gæti líka hjálpað henni almennt í að skapa sér nafn til þess að komast inn á stærstu mótin. Það er mikil barátta um að komast inn á þau mót. Reynsla og annað hefur töluvert að segja í öllum greinum en ekki hvað síst í þessum greinum sem hún er að finna sig í enda að læra taktísk hlaup í hverju hlaupi,“ segir Gunnar Páll.Strákarnir ekki eins góðir Aníta og spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir verða einu íslensku keppendurnir á HM í ár. „Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk) og Hafdís Sigurðardóttir (langstökk) eru næstar á eftir þeim Ásdísi og Anítu. Strákarnir hafa því ekki átt alveg eins gott ár og stelpurnar,“ segir Gunnar Páll. Hann býst við frábæru móti. „Þetta verður mikið ævintýri. Kínverjarnir kunna þetta frá Ólympíuleikunum og þetta verður örugglega mjög flott mót,“ segir Gunnar Páll að lokum.Stelpurnar reyna að ferðast saman Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir munu að öllum líkindum ferðast saman til Kína en þær eru einu íslensku keppendurnir á HM í frjálsum íþróttum í Peking. Ásdís hefur vitað það síðan í vor að hún væri að fara til Peking. „Þetta er frekar stuttur fyrirvari og nú er allt á fullu að reyna að fá vegabréfsáritun til Kína og skipuleggja ferðir. Við erum að vonast til þess að hún geti ferðast með Ásdísi frá Zürich þar sem Ásdís býr,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. „Ef hún kemst með Ásdísi þá fær hún nógu marga daga úti því fyrstu dagarnir fara bara í það að jafna sig, bæði á löngu ferðalagi og tímamismuninum. Við tökum aldrei mjög erfiðar æfingar þarna úti en við tökum enga alvöru æfingu fyrr en á þriðja, fjórða degi,“ segir Gunnar Páll. Komist Aníta út með Ásdísi líða sex dagar frá því að hún kemur til Peking þar til keppni í undanrásum 800 metra hlaupsins fer fram 26. ágúst næstkomandi Frjálsar íþróttir Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Ísland hefur ekki átt langhlaupara á HM í frjálsum í tuttugu ár og það leit út fyrir að biðin lengdist enn þegar Aníta Hinriksdóttir náði ekki ströngum lágmörkum fyrir þátttökurétt í 800 metra hlaupi. Í gær kom hins vegar í ljós að íslenska hlaupadrottningin fær tækifæri til að feta í fótspor frænku sinnar, Mörtu Ernstsdóttur.Öðruvísi reglur fyrir þetta HM „Það voru öðruvísi reglur áður þegar það voru A- og B-lágmörk. Íslendingarnir voru oft að fara inn á stórmótin á B-lágmörkunum. Nú eru engin B-lágmörk lengur heldur stjórnar mótshaldarinn reglunum. Lágmarkið inn á HM núna er eiginlega eins og gömlu A-lágmörkin eða mjög strangt. Síðan fylla þeir upp í fjöldann með afrekum sem koma næst,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Alþjóðasambandið staðfesti í gær að Aníta verði með keppenda á heimsmeistaramótinu sem hefst þann 20. ágúst í Peking í Kína. „Við vorum búin að fara á mót í Belgíu tvær helgar í röð og þar voru allir að miða við þessi lágmörk. Það vissu því margir eftir tvö síðustu mót að þeir væru mjög heitir,“ segir Gunnar Páll en Anítu vantaði aðeins fimmtán hundraðshluta upp á að ná lágmarkinu. „Við vissum í gær að það væri mjög líklegt að hún fengi að fara en það var ekki gefið endanlega út fyrr en í dag (í gær). Hún var svo ofboðslega nálægt lágmarkinu þannig að líkurnar voru talsverðar. Við erum mjög sátt með að hafa farið í þessi tvö hlaup gagngert til þess að reyna að ná lágmarkinu. Það borgaði sig,“ segir Gunnar.Fyrsta heimsmeistaramótið Aníta keppir nú á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í fullorðinsflokki. „Þetta verður stærsta mótið sem hún hefur tekið þátt í og mér finnst þetta vera mjög mikilvægt. Hún komst í úrslit á EM innanhúss og var eini unglingurinn sem náði því. Hún komst síðan í undanúrslit á EM utanhúss í fyrra og er byrjuð að gera sig gildandi í fullorðinsflokknum. Það að komast inn á heimsmeistaramótið styrkir enn frekar stöðu hennar í undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana. Þetta gæti líka hjálpað henni almennt í að skapa sér nafn til þess að komast inn á stærstu mótin. Það er mikil barátta um að komast inn á þau mót. Reynsla og annað hefur töluvert að segja í öllum greinum en ekki hvað síst í þessum greinum sem hún er að finna sig í enda að læra taktísk hlaup í hverju hlaupi,“ segir Gunnar Páll.Strákarnir ekki eins góðir Aníta og spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir verða einu íslensku keppendurnir á HM í ár. „Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk) og Hafdís Sigurðardóttir (langstökk) eru næstar á eftir þeim Ásdísi og Anítu. Strákarnir hafa því ekki átt alveg eins gott ár og stelpurnar,“ segir Gunnar Páll. Hann býst við frábæru móti. „Þetta verður mikið ævintýri. Kínverjarnir kunna þetta frá Ólympíuleikunum og þetta verður örugglega mjög flott mót,“ segir Gunnar Páll að lokum.Stelpurnar reyna að ferðast saman Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir munu að öllum líkindum ferðast saman til Kína en þær eru einu íslensku keppendurnir á HM í frjálsum íþróttum í Peking. Ásdís hefur vitað það síðan í vor að hún væri að fara til Peking. „Þetta er frekar stuttur fyrirvari og nú er allt á fullu að reyna að fá vegabréfsáritun til Kína og skipuleggja ferðir. Við erum að vonast til þess að hún geti ferðast með Ásdísi frá Zürich þar sem Ásdís býr,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. „Ef hún kemst með Ásdísi þá fær hún nógu marga daga úti því fyrstu dagarnir fara bara í það að jafna sig, bæði á löngu ferðalagi og tímamismuninum. Við tökum aldrei mjög erfiðar æfingar þarna úti en við tökum enga alvöru æfingu fyrr en á þriðja, fjórða degi,“ segir Gunnar Páll. Komist Aníta út með Ásdísi líða sex dagar frá því að hún kemur til Peking þar til keppni í undanrásum 800 metra hlaupsins fer fram 26. ágúst næstkomandi
Frjálsar íþróttir Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn