Fjölgun kvenleiðtoga eykur hagvöxt Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 19. júní 2015 07:00 Framkvæmdastjórinn Christine Lagarde segir mikilvægt að konur hafi jöfn tækifæri og karlar til að geta stigið fram. Þannig fáist mikilvægt sjónarhorn sem okkur gæti annars sést yfir. Vísir/EPA Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, opnaði ráðstefnuna Women Empowerment í Hörpu í gær. Af því tilefni ræddi Fréttablaðið við Lagarde, sem er ein valdamesta kona heims nú um mundir.Þema þessarar ráðstefnu er að jafnrétti kynjanna sé efnahagslega mikilvægt. Hvaða skoðun hefur þú á því? „Mín skoðun er sú að þetta sé ekki bara siðferðilegt og pólitískt mál, heldur einnig efnahagslegt, því það er skynsamlegt. Þegar fleiri konur taka þátt í atvinnulífinu getur hlotist af því mikill þjóðhagfræðilegur ábati. Það eru nægar sannanir fyrir þessu, þar á meðal margar rannsóknir sem sýna að með því að lyfta atvinnuþátttöku kvenna upp á sama stig og karla eykst verg landsframleiðsla verulega. Nákvæmt mat er mismunandi. Ein rannsóknin sýnir að verg landsframleiðsla myndi aukast um fimm prósent í Bandaríkjunum, níu prósent í Japan og um tólf prósent í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Önnur rannsókn sem náði til OECD-ríkjanna sýndi að fullkomin samleitni í atvinnuþátttöku myndi auka verga landsframleiðslu um tólf prósent að meðaltali. Aðrar rannsóknir benda til jafnvel enn meiri áhrifa víða um heim. Og skilaboðin eru farin að hljóma. Til dæmis hefur Abe, forsætisráðherra Japans, sett konur í kjarna hagvaxtarstefnu sinnar og er að innleiða reglur til að ná þessu markmiði.“Konur búa við hindranirFrammi fyrir hvaða lagalegu hindrunum standa konur og hversu erfitt er að ryðja þessum hindrunum úr vegi? „Skilningur okkar á þeim hindrunum sem standa í vegi þess að konur geti verið efnahagslega virkar er að aukast. Í nýlegri rannsókn skoðaði AGS þessar hindranir og fann sterk tengsl á milli lagalegra takmarkana og þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þessar takmarkanir eru allt frá því að konur verði að fá leyfi eiginmanns síns til að vinna, til laga sem takmarka þátttöku kvenna í einstökum atvinnugreinum eða takmarka rétt kvenna til að eiga eignir, taka við arfi eða fá lán. Auk þess vinna konur, sem eru ekki á vinnumarkaði, mun fleiri stundir en makinn við rekstur heimilisins eða aðra óskráða en skapandi starfsemi. En samkvæmt rannsókn okkar er hægt að auka þátttöku kvenna, með því að fella niður lagalegar hindranir, um að minnsta kosti fimm prósentustig næstu fimm ár á eftir. Perú er gott dæmi: Árið 1993 staðfesti ný stjórnarskrá jafnrétti kvenna og karla og eyddi mismunun með því að tryggja jafnan rétt til vinnu. Fyrir vikið jókst atvinnuþátttaka kvenna um fimmtán prósent. Og það er mikilvægt að rannsókn okkar leiddi líka í ljós að innleiðing aukins jafnréttis hvað varðar eignarétt eða réttinn til að starfa þarf ekki að vera á kostnað karlmanna.“Christine Lagarde með Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands.Vísir/EPAVantar fleiri kvenleiðtogaTelur þú það skipta máli hvort konur eða karlar ráði atvinnulífinu? Ef svo er, þá hvernig? „Fleiri kvenleiðtogar myndu hjálpa. Betra jafnvægi á milli karla og kvenna leiðir til betra jafnvægis á milli áhættu og umbunar, og hagnaðar og ráðdeildar – áhrif Lehman-bræðra og -systra. Til dæmis hafa hafa margar rannsóknir sýnt að forysta kvenna er ítarlegri. Aðrar rannsóknir komust að því að fyrirtæki með fleiri en eina konu í stjórn hafa náð meiri arðsemi á hlutabréfamarkaði. En það er sláandi hve fáar konur eru í æðstu stjórnunarstöðum hjá einkageiranum. Hlutdeild kvenkyns framkvæmdastjóra hjá Fortune 500 fyrirtækjum er aðeins fimm prósent. Konur eru í innan við 20% stjórna S&P 500 fyrirtækja. Í G20 ríkjunum eru konur að meðaltali aðeins 25% eigenda fyrirtækja sem hafa starfsmenn, og eiga sjaldan stór fyrirtæki. Það eru mörg svipuð dæmi um þennan mun. Það er nauðsynlegt að þessi gjá verði brúuð. Til þess verðum við að halda áfram að benda á hindranirnar og ávinninginn af því að losna við þær.“Jafnrétti er öllum til góðaVið höfum talað um jafnrétti kynjanna áratugum saman, en staðreyndin er sú að við eigum enn langt í land. Er þetta útópía? Verður markmiðinu aðeins náð með lögum og reglugerðum, eða þurfum við annars konar hugsunarhátt? „Jafnrétti kynjanna er markmið sem við verðum að sameinast um öllum til góða. Þetta eru skilaboðin sem við ættum að byrja á. Um leið og við gerum það verðum við að halda áfram að spyrja réttu spurninganna, meta hlutina rétt, og benda á forgangsumbætur til að ná markmiðinu um fulla þátttöku kvenna í efnahagslífinu. Þetta er staða þar sem allir vinna. Það er líka mikilvægt að viðurkenna að munur á lagalegum og menningarlegum venjum víðsvegar um heiminn mun þýða að þróunin í löndunum verður mishröð. Lönd eins og Ísland hafa staðið sig mjög vel, það er ekki fullkomið, en er sterkt dæmi um það hlutverk sem konur geta leikið. Það getur tekið önnur lönd mörg ár að ná sama árangri og Ísland. Við verðum að virða þessar venjur en við verðum að hafa það á hreinu hver hinn mikli ávinningur er af því að vinna að og ná kynjajafnrétti. Okkur er öllum mjög annt um hagvöxt. Með því að skapa jafnan leikvöll og jöfn tækifæri munu fleiri konur taka þátt og leysa úr læðingi efnahagslegan mátt kvenna.“Þú hefur verið framkvæmdastjóri AGS síðan 2011. AGS hefur tekið þátt í mörgum samningaviðræðum og áætlunum til að reisa við efnahag margra ríkja og kemur að ákvörðunum sem munu móta samfélagið mörg ár fram í tímann. Hefur það verið stefna þín að konur taki mikinn þátt í þessum samningaviðræðum og séu stór hluti samninganefndanna, bæði af hálfu AGS og viðkomandi ríkja? Og ef svo er, hefur það þá breytt einhverju? „Konur hafa stóru hlutverki að gegna í öllum alvarlegum samningaviðræðum. Þar sem konur hafa verið við stjórnvölinn höfum við oft séð góðan árangur. Það er mikilvægt að við opnum dyr, fjarlægjum hindranir, og sköpum jöfn tækifæri fyrir konur. Það er staðföst trú mín að þetta mun ekki aðeins gera mjög hæfum og hæfileikaríkum konum kleift að stíga fram, heldur einnig koma fram með mikilvægt sjónarhorn sem okkur kann að sjást yfir. Með því að fá konur í leiðtogahlutverkin og hrinda hindrunum fyrir fullri þátttöku kvenna í atvinnulífinu úr vegi getum við náð því sem við leitum að: Fjölbreyttum, öflugum, sjálfbærum hagvexti.“Kvótar geta hjálpaðHver er skoðun þín á beinum miðstýrðum aðgerðum til að auka þátttöku kvenna í atvinnulífinu, eins og lög á Íslandi sem kveða á um jafna stöðu kynjanna í stjórnum stórfyrirtækja? „Eins og stjórnarmaður Evrópusambandsins sagði: „Ég er ekki hrifin af kvótum, en ég er hrifin af því sem þeir gera.“ Ég hef skilning á þessu sjónarmiði. Ég er ekki alltaf hrifin af kvótum, reynslan – til dæmis í Frakklandi og hjá Evrópunefndinni – sýnir að þeir geta hjálpað. Síðan kvótar voru teknir upp í Frakklandi 2011 hefur hlutfall kvenna í stjórnum franskra fyrirtækja í CAC 40 hækkað í 32,4% úr 12,3% árið 2010. Í nóvember 2012 setti Evrópusambandið sér markmið um að konur yrðu 40% af stjórnum fyrirtækja árið 2020. Fyrr á þessu ári skýrði ES frá því að meðaltal kvenna í stjórnum fyrirtækja hefði hækkað í 20,2%, úr því að vera 11,9% árið 2010 þegar þetta mál var fyrst sett á dagskrá. Kvótar eru ekki eina lausnin, kvótar eru ekki varanleg lausn. En slík skref geta hvatt til breytinga og verið hluti af þeirri viðleitni sem nauðsynleg er til að njóta ávinningsins af því sem konur hafa að bjóða.“Kynjamunur í menntun minnkarKonur eru í meirihluta í öllum deildum Háskóla Íslands, nema í raunvísindadeildum. Er þetta tilhneiging á heimsvísu, að fleiri konur fari í háskólana, og telur þú að þetta muni hafa einhver sérstök áhrif á efnahagslífið? „Menntun er lykilatriði fyrir hagvöxt og tekjur. Kynjamunurinn í menntun er að minnka um allan heim. Á grunnskólastigi er þátttaka kynjanna næstum jöfn á flestum svæðum. En bilið er enn til staðar í framhaldsmenntun og arfur fyrra misréttis er enn til staðar – konur eru tveir þriðju þeirra sem eru ólæsir í heiminum. Á efsta stiginu eru konur nú fleiri en karlar í flestum G20 ríkjunum og um allan heim, þótt það sé mikill munur á milli svæða og námsgreina. Á sama tíma er mikill launamunur til staðar. Þegar við setjum fram stefnu okkar er mikilvægt að skoða ástæður og afleiðingar þessarar tilhneigingar í menntun og langtímaáhrif á hagvöxt og á jöfnun launamunar.“Christine Lagarde.Vísir/EPAÓtrúlegur efnahagsbati á ÍslandiSumir hafa sagt að menningin í íslensku atvinnulífi fyrir efnahagshrunið 2008 hafi verið mjög karllæg. Heldurðu að það hefði breytt einhverju, útkoman hefði kannski orðið önnur, ef fleiri konur hefðu verið í valdastöðum? „Það er ljóst að það er gott fyrir hagvöxtinn að hafa fleiri konur í leiðtogahlutverkum og að þær taki jafnan þátt í atvinnulífinu. Á Íslandi hafa kjósendur kannski haft þetta í huga þegar kona var kosin til að leiða Ísland út úr efnahagskreppunni, og þegar konur voru valdar til að stjórna endurreisn stærstu banka Íslands eftir kreppuna. Ísland hefur auðvitað góða afrekaskrá hvað varðar jafnrétti kynjanna og hefur verið í efsta sæti í heiminum síðustu sex ár í árlegri kynjaúttekt World Economic Forum. Á Íslandi er eitt hæsta hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja.“Hver er skoðun þín á viðreisn íslensks efnahagslífs eftir hrunið? „Efnahagsbatinn á Íslandi hefur verið ótrúlegur á margan hátt, þar með talinn tiltölulega mikill stöðugleiki og samfelldur hagvöxtur síðan í kreppunni. En það er mikilvægt að átta sig á að nú fyrst er efnahagslífið að ná viðmiðum frá því fyrir hrun og að Ísland stendur frammi fyrir mörgum veigamiklum viðfangsefnum. Þar á meðal er að taka skref í átt að fullri samþættingu við alþjóðlega fjármálamarkaði með afnámi gjaldeyrishafta, og að takast á við verkefni sem tengjast hækkunum og dreifingu launa, sem hefur nýlega leitt til vinnudeilna. Þessi mál verða nú tekin upp í viðræðum okkar við Ísland.“ Grikkland Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, opnaði ráðstefnuna Women Empowerment í Hörpu í gær. Af því tilefni ræddi Fréttablaðið við Lagarde, sem er ein valdamesta kona heims nú um mundir.Þema þessarar ráðstefnu er að jafnrétti kynjanna sé efnahagslega mikilvægt. Hvaða skoðun hefur þú á því? „Mín skoðun er sú að þetta sé ekki bara siðferðilegt og pólitískt mál, heldur einnig efnahagslegt, því það er skynsamlegt. Þegar fleiri konur taka þátt í atvinnulífinu getur hlotist af því mikill þjóðhagfræðilegur ábati. Það eru nægar sannanir fyrir þessu, þar á meðal margar rannsóknir sem sýna að með því að lyfta atvinnuþátttöku kvenna upp á sama stig og karla eykst verg landsframleiðsla verulega. Nákvæmt mat er mismunandi. Ein rannsóknin sýnir að verg landsframleiðsla myndi aukast um fimm prósent í Bandaríkjunum, níu prósent í Japan og um tólf prósent í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Önnur rannsókn sem náði til OECD-ríkjanna sýndi að fullkomin samleitni í atvinnuþátttöku myndi auka verga landsframleiðslu um tólf prósent að meðaltali. Aðrar rannsóknir benda til jafnvel enn meiri áhrifa víða um heim. Og skilaboðin eru farin að hljóma. Til dæmis hefur Abe, forsætisráðherra Japans, sett konur í kjarna hagvaxtarstefnu sinnar og er að innleiða reglur til að ná þessu markmiði.“Konur búa við hindranirFrammi fyrir hvaða lagalegu hindrunum standa konur og hversu erfitt er að ryðja þessum hindrunum úr vegi? „Skilningur okkar á þeim hindrunum sem standa í vegi þess að konur geti verið efnahagslega virkar er að aukast. Í nýlegri rannsókn skoðaði AGS þessar hindranir og fann sterk tengsl á milli lagalegra takmarkana og þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þessar takmarkanir eru allt frá því að konur verði að fá leyfi eiginmanns síns til að vinna, til laga sem takmarka þátttöku kvenna í einstökum atvinnugreinum eða takmarka rétt kvenna til að eiga eignir, taka við arfi eða fá lán. Auk þess vinna konur, sem eru ekki á vinnumarkaði, mun fleiri stundir en makinn við rekstur heimilisins eða aðra óskráða en skapandi starfsemi. En samkvæmt rannsókn okkar er hægt að auka þátttöku kvenna, með því að fella niður lagalegar hindranir, um að minnsta kosti fimm prósentustig næstu fimm ár á eftir. Perú er gott dæmi: Árið 1993 staðfesti ný stjórnarskrá jafnrétti kvenna og karla og eyddi mismunun með því að tryggja jafnan rétt til vinnu. Fyrir vikið jókst atvinnuþátttaka kvenna um fimmtán prósent. Og það er mikilvægt að rannsókn okkar leiddi líka í ljós að innleiðing aukins jafnréttis hvað varðar eignarétt eða réttinn til að starfa þarf ekki að vera á kostnað karlmanna.“Christine Lagarde með Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands.Vísir/EPAVantar fleiri kvenleiðtogaTelur þú það skipta máli hvort konur eða karlar ráði atvinnulífinu? Ef svo er, þá hvernig? „Fleiri kvenleiðtogar myndu hjálpa. Betra jafnvægi á milli karla og kvenna leiðir til betra jafnvægis á milli áhættu og umbunar, og hagnaðar og ráðdeildar – áhrif Lehman-bræðra og -systra. Til dæmis hafa hafa margar rannsóknir sýnt að forysta kvenna er ítarlegri. Aðrar rannsóknir komust að því að fyrirtæki með fleiri en eina konu í stjórn hafa náð meiri arðsemi á hlutabréfamarkaði. En það er sláandi hve fáar konur eru í æðstu stjórnunarstöðum hjá einkageiranum. Hlutdeild kvenkyns framkvæmdastjóra hjá Fortune 500 fyrirtækjum er aðeins fimm prósent. Konur eru í innan við 20% stjórna S&P 500 fyrirtækja. Í G20 ríkjunum eru konur að meðaltali aðeins 25% eigenda fyrirtækja sem hafa starfsmenn, og eiga sjaldan stór fyrirtæki. Það eru mörg svipuð dæmi um þennan mun. Það er nauðsynlegt að þessi gjá verði brúuð. Til þess verðum við að halda áfram að benda á hindranirnar og ávinninginn af því að losna við þær.“Jafnrétti er öllum til góðaVið höfum talað um jafnrétti kynjanna áratugum saman, en staðreyndin er sú að við eigum enn langt í land. Er þetta útópía? Verður markmiðinu aðeins náð með lögum og reglugerðum, eða þurfum við annars konar hugsunarhátt? „Jafnrétti kynjanna er markmið sem við verðum að sameinast um öllum til góða. Þetta eru skilaboðin sem við ættum að byrja á. Um leið og við gerum það verðum við að halda áfram að spyrja réttu spurninganna, meta hlutina rétt, og benda á forgangsumbætur til að ná markmiðinu um fulla þátttöku kvenna í efnahagslífinu. Þetta er staða þar sem allir vinna. Það er líka mikilvægt að viðurkenna að munur á lagalegum og menningarlegum venjum víðsvegar um heiminn mun þýða að þróunin í löndunum verður mishröð. Lönd eins og Ísland hafa staðið sig mjög vel, það er ekki fullkomið, en er sterkt dæmi um það hlutverk sem konur geta leikið. Það getur tekið önnur lönd mörg ár að ná sama árangri og Ísland. Við verðum að virða þessar venjur en við verðum að hafa það á hreinu hver hinn mikli ávinningur er af því að vinna að og ná kynjajafnrétti. Okkur er öllum mjög annt um hagvöxt. Með því að skapa jafnan leikvöll og jöfn tækifæri munu fleiri konur taka þátt og leysa úr læðingi efnahagslegan mátt kvenna.“Þú hefur verið framkvæmdastjóri AGS síðan 2011. AGS hefur tekið þátt í mörgum samningaviðræðum og áætlunum til að reisa við efnahag margra ríkja og kemur að ákvörðunum sem munu móta samfélagið mörg ár fram í tímann. Hefur það verið stefna þín að konur taki mikinn þátt í þessum samningaviðræðum og séu stór hluti samninganefndanna, bæði af hálfu AGS og viðkomandi ríkja? Og ef svo er, hefur það þá breytt einhverju? „Konur hafa stóru hlutverki að gegna í öllum alvarlegum samningaviðræðum. Þar sem konur hafa verið við stjórnvölinn höfum við oft séð góðan árangur. Það er mikilvægt að við opnum dyr, fjarlægjum hindranir, og sköpum jöfn tækifæri fyrir konur. Það er staðföst trú mín að þetta mun ekki aðeins gera mjög hæfum og hæfileikaríkum konum kleift að stíga fram, heldur einnig koma fram með mikilvægt sjónarhorn sem okkur kann að sjást yfir. Með því að fá konur í leiðtogahlutverkin og hrinda hindrunum fyrir fullri þátttöku kvenna í atvinnulífinu úr vegi getum við náð því sem við leitum að: Fjölbreyttum, öflugum, sjálfbærum hagvexti.“Kvótar geta hjálpaðHver er skoðun þín á beinum miðstýrðum aðgerðum til að auka þátttöku kvenna í atvinnulífinu, eins og lög á Íslandi sem kveða á um jafna stöðu kynjanna í stjórnum stórfyrirtækja? „Eins og stjórnarmaður Evrópusambandsins sagði: „Ég er ekki hrifin af kvótum, en ég er hrifin af því sem þeir gera.“ Ég hef skilning á þessu sjónarmiði. Ég er ekki alltaf hrifin af kvótum, reynslan – til dæmis í Frakklandi og hjá Evrópunefndinni – sýnir að þeir geta hjálpað. Síðan kvótar voru teknir upp í Frakklandi 2011 hefur hlutfall kvenna í stjórnum franskra fyrirtækja í CAC 40 hækkað í 32,4% úr 12,3% árið 2010. Í nóvember 2012 setti Evrópusambandið sér markmið um að konur yrðu 40% af stjórnum fyrirtækja árið 2020. Fyrr á þessu ári skýrði ES frá því að meðaltal kvenna í stjórnum fyrirtækja hefði hækkað í 20,2%, úr því að vera 11,9% árið 2010 þegar þetta mál var fyrst sett á dagskrá. Kvótar eru ekki eina lausnin, kvótar eru ekki varanleg lausn. En slík skref geta hvatt til breytinga og verið hluti af þeirri viðleitni sem nauðsynleg er til að njóta ávinningsins af því sem konur hafa að bjóða.“Kynjamunur í menntun minnkarKonur eru í meirihluta í öllum deildum Háskóla Íslands, nema í raunvísindadeildum. Er þetta tilhneiging á heimsvísu, að fleiri konur fari í háskólana, og telur þú að þetta muni hafa einhver sérstök áhrif á efnahagslífið? „Menntun er lykilatriði fyrir hagvöxt og tekjur. Kynjamunurinn í menntun er að minnka um allan heim. Á grunnskólastigi er þátttaka kynjanna næstum jöfn á flestum svæðum. En bilið er enn til staðar í framhaldsmenntun og arfur fyrra misréttis er enn til staðar – konur eru tveir þriðju þeirra sem eru ólæsir í heiminum. Á efsta stiginu eru konur nú fleiri en karlar í flestum G20 ríkjunum og um allan heim, þótt það sé mikill munur á milli svæða og námsgreina. Á sama tíma er mikill launamunur til staðar. Þegar við setjum fram stefnu okkar er mikilvægt að skoða ástæður og afleiðingar þessarar tilhneigingar í menntun og langtímaáhrif á hagvöxt og á jöfnun launamunar.“Christine Lagarde.Vísir/EPAÓtrúlegur efnahagsbati á ÍslandiSumir hafa sagt að menningin í íslensku atvinnulífi fyrir efnahagshrunið 2008 hafi verið mjög karllæg. Heldurðu að það hefði breytt einhverju, útkoman hefði kannski orðið önnur, ef fleiri konur hefðu verið í valdastöðum? „Það er ljóst að það er gott fyrir hagvöxtinn að hafa fleiri konur í leiðtogahlutverkum og að þær taki jafnan þátt í atvinnulífinu. Á Íslandi hafa kjósendur kannski haft þetta í huga þegar kona var kosin til að leiða Ísland út úr efnahagskreppunni, og þegar konur voru valdar til að stjórna endurreisn stærstu banka Íslands eftir kreppuna. Ísland hefur auðvitað góða afrekaskrá hvað varðar jafnrétti kynjanna og hefur verið í efsta sæti í heiminum síðustu sex ár í árlegri kynjaúttekt World Economic Forum. Á Íslandi er eitt hæsta hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja.“Hver er skoðun þín á viðreisn íslensks efnahagslífs eftir hrunið? „Efnahagsbatinn á Íslandi hefur verið ótrúlegur á margan hátt, þar með talinn tiltölulega mikill stöðugleiki og samfelldur hagvöxtur síðan í kreppunni. En það er mikilvægt að átta sig á að nú fyrst er efnahagslífið að ná viðmiðum frá því fyrir hrun og að Ísland stendur frammi fyrir mörgum veigamiklum viðfangsefnum. Þar á meðal er að taka skref í átt að fullri samþættingu við alþjóðlega fjármálamarkaði með afnámi gjaldeyrishafta, og að takast á við verkefni sem tengjast hækkunum og dreifingu launa, sem hefur nýlega leitt til vinnudeilna. Þessi mál verða nú tekin upp í viðræðum okkar við Ísland.“
Grikkland Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira