Dagurinn hefur mikla þýðingu fyrir allar konur Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 19. júní 2015 11:00 Auður Styrkársdóttir Vísir/Valli Auður Styrkársdóttir er formaður framkvæmdanefndar 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna ásamt því að vera forstöðukona Kvennasögusafnsins sem starfar sem sérstök eining innan Landsbókasafnsins. Hún hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi þessara tímamóta. „Nefndin var skipuð í september árið 2013 og okkur var falið að koma með tillögur til Alþingis sem þau gætu ráðist í til þess að minnast þessa merka dags,“ segir Auður. Meðal tillagana sem Alþingi samþykkti voru sýningar í höfuðsöfnum landsins, ráðstefna í Hörpunni í október á þessu ári, hátíðarhöld á Austurvelli í dag og rit sem gefið verður út árið 2020 sem verður helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þá verða einnig komin 100 ár frá því að konur og karlar fengu sömu kosningaréttindi, en þau lög voru samþykkt í stjórnarskránni árið 1920. Þessi dagur markar merkileg kaflaskil í sögu Íslands. „Dagurinn hefur mikla þýðingu fyrir allar íslenskar konur, ungar sem aldnar. Þennan dag minnumst við sögunnar, við minnumst þess mikla starfs sem forverar okkur lögðu á sig. Það er full ástæða til að þakka þeim fyrir,“ segir Auður. „Ef ung kona frá 1915 fengi að upplifa Ísland í dag þá mundi hún ekki þekkja til. Réttindin hafa breyst mikið og tækifærin sem bjóðast konum eru allt önnur.“ Framkvæmdanefndin vegna aldarafmælisins var kjörin á fundi sem forseti alþingis boðaði til með fulltrúum samtaka kvenna og jafnréttismála um land allt. Í nefndinni sitja Siv Friðleifsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Erla Karlsdóttir, Ingimar Karl Helgason, Ólafía B. Rafnsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, er framkvæmdastjóri nefndarinnar. Menning Tengdar fréttir Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Charlotte Bøving verður fundarstjóri fundar í tilefni hundrað ára kosningaréttar kvenna. 12. júní 2015 12:00 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Auður Styrkársdóttir er formaður framkvæmdanefndar 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna ásamt því að vera forstöðukona Kvennasögusafnsins sem starfar sem sérstök eining innan Landsbókasafnsins. Hún hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi þessara tímamóta. „Nefndin var skipuð í september árið 2013 og okkur var falið að koma með tillögur til Alþingis sem þau gætu ráðist í til þess að minnast þessa merka dags,“ segir Auður. Meðal tillagana sem Alþingi samþykkti voru sýningar í höfuðsöfnum landsins, ráðstefna í Hörpunni í október á þessu ári, hátíðarhöld á Austurvelli í dag og rit sem gefið verður út árið 2020 sem verður helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þá verða einnig komin 100 ár frá því að konur og karlar fengu sömu kosningaréttindi, en þau lög voru samþykkt í stjórnarskránni árið 1920. Þessi dagur markar merkileg kaflaskil í sögu Íslands. „Dagurinn hefur mikla þýðingu fyrir allar íslenskar konur, ungar sem aldnar. Þennan dag minnumst við sögunnar, við minnumst þess mikla starfs sem forverar okkur lögðu á sig. Það er full ástæða til að þakka þeim fyrir,“ segir Auður. „Ef ung kona frá 1915 fengi að upplifa Ísland í dag þá mundi hún ekki þekkja til. Réttindin hafa breyst mikið og tækifærin sem bjóðast konum eru allt önnur.“ Framkvæmdanefndin vegna aldarafmælisins var kjörin á fundi sem forseti alþingis boðaði til með fulltrúum samtaka kvenna og jafnréttismála um land allt. Í nefndinni sitja Siv Friðleifsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Erla Karlsdóttir, Ingimar Karl Helgason, Ólafía B. Rafnsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Menning Tengdar fréttir Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Charlotte Bøving verður fundarstjóri fundar í tilefni hundrað ára kosningaréttar kvenna. 12. júní 2015 12:00 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Charlotte Bøving verður fundarstjóri fundar í tilefni hundrað ára kosningaréttar kvenna. 12. júní 2015 12:00