Innlent

Konur í öndvegi á þjóðhátíðardaginn: „Tími til kominn að fá smá pönk í 17. júní“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nefndin leggur áherslu á að styrkja dagskrána í því samhengi og setja konur í öndvegi, bæði í forgrunni og bakgrunni.
Nefndin leggur áherslu á að styrkja dagskrána í því samhengi og setja konur í öndvegi, bæði í forgrunni og bakgrunni. vísir/daníel
Þjóðhátíðarnefnd hefur ákveðið að hátíðarhöldin á 17. júní verði helguð því að fagna 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna og til að vekja athygli á jafnréttisbaráttu þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Nefndin leggur áherslu á að styrkja dagskrána í því samhengi og setja konur í öndvegi, bæði í forgrunni og bakgrunni. Stelpur verði fyrstar og fremstar á sem flestum stöðum.

„Nefndin óskar eftir samstarfsaðilum til að hjálpa sér við að gera hátíðarhöldin þetta árið eins lífleg og skemmtileg og mögulegt er með hliðsjón af áherslum nefndarinnar. Nefndin er opin fyrir öllum tillögum og sérstaklega hrifin af nýju og ferskum hugmyndum til að brjóta upp formið. Tími til kominn að fá smá pönk í 17. júní.

f.h. þjóðhátíðarnefndar,

Þórgnýr Thoroddsen, formaður.

Eva Baldursdóttir,

Óttarr Guðlaugsson.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×