Ljósmyndaverkin mín eru langt á undan mér og minni hugsun Magnús Guðmundsson skrifar 21. janúar 2015 13:00 Hrafnkell Sigurðsson segir rætur sínar liggja í landslaginu. Vísir/Pjetur „Bókin er í öfugri tímaröð vegna þess að það var rétt að hafa hana þannig. Að byrja á því sem er manni næst, en enda á því sem er manni fjærst,“ segir Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður um bókina Lucid sem kom út hjá Crymogeu á síðasta ári og hefur að geyma heildstætt yfirlit yfir ljósmyndaverk Hrafnkels. Í tengslum við bókina stendur nú yfir sýning í húsnæði Arion banka í Borgartúni. Hrafnkell var fyrst um sinn eilítið efins um að vera með svo stóra sýningu í banka. „Eftir að hafa skoðað húsnæðið þá fannst mér þetta smellpassa. Ég var að dragnast með smá fordóma en þeir hurfu sem betur fer strax. Þetta á ekki að snúast um mig heldur verkin.“ Hrafnkell var í gamla Myndlista- og handíðaskólanum árin 1982–86 og þaðan lá leiðin til Hollands í framhaldsnám. Fyrsta einkasýning hans var þó í hinu víðfræga Slúnkaríki á Ísafirði en mikill heiður þótti fyrir ungan listamann að sýna þar á þessum árum. Það var þó ekki í faðmi vestfirskra fjalla sem landslagið varð að leiðarljósi í verkum Hrafnkels.„Í Hollandi uppgötvaði ég landslagið í póstkortum og fundnum myndum. Kannski hefur það snúist um söknuð að einhverju leyti án þess að ég gerði mér endilega grein fyrir því. Ég held að það sé ákaflega mikilvægt að fara frá litla Íslandi um einhvern tíma, sakna þess og skynja aðeins betur stærð heimsins. Í Hollandi byrjaði ég að leika mér með landslagshefðina og hef gert það síðan. Ég mun líka gera það áfram vegna þess að rætur mínar eru í landslaginu og verkin mín leita þangað.“ Landslagið er alltaf til staðar með einum eða öðrum hætti og samband manns og náttúru óneitanlega leiðarþráður í gegnum feril Hrafnkels. Í elstu myndum bókarinnar gefur að líta speglað landslag í einkar fallegum myndum sem gefa óneitanlega tóninn. Þaðan fara verkin yfir í klippt landslag, áfram yfir í áhrifaríka snjóruðninga sem mynda fjöll innan borgarinnar. „Fyrir mér voru snjófjöllin ákveðin tímamótaverk. Þetta eru fyrstu óunnu ljósmyndirnar, sem sagt óklipptar og teknar af mér og o.s.frv. en þær eru þó mismeðhöndlaðar. Í næstu seríu koma svo tjöldin inn og þar með hið mannlega. Hið mannlega í náttúrunni og líkaminn hefur verið rauður þráður síðan þá. Ég treysti því að það sé heilsteypt hugsun í því sem ég geri og það er boðskapurinn.“ Þessi þróun virðist halda áfram í verkum Hrafnkels því með innkomu mannsins í verk hans birtast fjöllin í borginni í snjóruðningum sem eru að bráðna í vorsólinni á Selfossi.„Það má segja að þarna hafi ég verið búinn að fara í gegnum bæði fjöll í bænum og bæ í fjallinu. Að loknum þessum tíma var ég talsvert í London og þar fer ég að horfa á ruslið. Fram að því hafði allt verið ideal en með ruslinu kemur ákveðið myrkur en um leið meira jafnvægi. Þegar ég byrjaði á ruslinu þá gerðist eitthvað. Það opnaðist fyrir ákveðnar rásir og skynjun og inn kom meiri líkami. Meiri skrokkur. Það birtist svo í sjóstakkaseríunni. Þannig er alltaf ákveðin framvinda. Málið er að undir niðri er maður, maður sjálfur, og því kemur ekkert annað en ég. Verkin mín koma mér oft á óvart og taka völdin. Ég vinn og hugsa; hvað er þetta og af hverju? Þannig eru verkin langt á undan sjálfum mér og minni hugsun. Þetta er vald sköpunarinnar umfram hina rökrænu hugsun.“ Gríðarleg vinna virðist oft liggja að baki verkum Hrafnkels sem búa þó yfir einhverjum ómótstæðilegum, tærum einfaldleika. Þannig er til að mynda með nýjustu seríuna revelation (afhjúpun/opinberun). „Ég neyddist til þess að læra að kafa til þess að taka þessar myndir. Hafði aldrei fiktað við köfun áður en þetta er tekið á 10 metra dýpi í íslensku stöðuvatni og þá er vissara að vita hvað maður er að gera.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Bókin er í öfugri tímaröð vegna þess að það var rétt að hafa hana þannig. Að byrja á því sem er manni næst, en enda á því sem er manni fjærst,“ segir Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður um bókina Lucid sem kom út hjá Crymogeu á síðasta ári og hefur að geyma heildstætt yfirlit yfir ljósmyndaverk Hrafnkels. Í tengslum við bókina stendur nú yfir sýning í húsnæði Arion banka í Borgartúni. Hrafnkell var fyrst um sinn eilítið efins um að vera með svo stóra sýningu í banka. „Eftir að hafa skoðað húsnæðið þá fannst mér þetta smellpassa. Ég var að dragnast með smá fordóma en þeir hurfu sem betur fer strax. Þetta á ekki að snúast um mig heldur verkin.“ Hrafnkell var í gamla Myndlista- og handíðaskólanum árin 1982–86 og þaðan lá leiðin til Hollands í framhaldsnám. Fyrsta einkasýning hans var þó í hinu víðfræga Slúnkaríki á Ísafirði en mikill heiður þótti fyrir ungan listamann að sýna þar á þessum árum. Það var þó ekki í faðmi vestfirskra fjalla sem landslagið varð að leiðarljósi í verkum Hrafnkels.„Í Hollandi uppgötvaði ég landslagið í póstkortum og fundnum myndum. Kannski hefur það snúist um söknuð að einhverju leyti án þess að ég gerði mér endilega grein fyrir því. Ég held að það sé ákaflega mikilvægt að fara frá litla Íslandi um einhvern tíma, sakna þess og skynja aðeins betur stærð heimsins. Í Hollandi byrjaði ég að leika mér með landslagshefðina og hef gert það síðan. Ég mun líka gera það áfram vegna þess að rætur mínar eru í landslaginu og verkin mín leita þangað.“ Landslagið er alltaf til staðar með einum eða öðrum hætti og samband manns og náttúru óneitanlega leiðarþráður í gegnum feril Hrafnkels. Í elstu myndum bókarinnar gefur að líta speglað landslag í einkar fallegum myndum sem gefa óneitanlega tóninn. Þaðan fara verkin yfir í klippt landslag, áfram yfir í áhrifaríka snjóruðninga sem mynda fjöll innan borgarinnar. „Fyrir mér voru snjófjöllin ákveðin tímamótaverk. Þetta eru fyrstu óunnu ljósmyndirnar, sem sagt óklipptar og teknar af mér og o.s.frv. en þær eru þó mismeðhöndlaðar. Í næstu seríu koma svo tjöldin inn og þar með hið mannlega. Hið mannlega í náttúrunni og líkaminn hefur verið rauður þráður síðan þá. Ég treysti því að það sé heilsteypt hugsun í því sem ég geri og það er boðskapurinn.“ Þessi þróun virðist halda áfram í verkum Hrafnkels því með innkomu mannsins í verk hans birtast fjöllin í borginni í snjóruðningum sem eru að bráðna í vorsólinni á Selfossi.„Það má segja að þarna hafi ég verið búinn að fara í gegnum bæði fjöll í bænum og bæ í fjallinu. Að loknum þessum tíma var ég talsvert í London og þar fer ég að horfa á ruslið. Fram að því hafði allt verið ideal en með ruslinu kemur ákveðið myrkur en um leið meira jafnvægi. Þegar ég byrjaði á ruslinu þá gerðist eitthvað. Það opnaðist fyrir ákveðnar rásir og skynjun og inn kom meiri líkami. Meiri skrokkur. Það birtist svo í sjóstakkaseríunni. Þannig er alltaf ákveðin framvinda. Málið er að undir niðri er maður, maður sjálfur, og því kemur ekkert annað en ég. Verkin mín koma mér oft á óvart og taka völdin. Ég vinn og hugsa; hvað er þetta og af hverju? Þannig eru verkin langt á undan sjálfum mér og minni hugsun. Þetta er vald sköpunarinnar umfram hina rökrænu hugsun.“ Gríðarleg vinna virðist oft liggja að baki verkum Hrafnkels sem búa þó yfir einhverjum ómótstæðilegum, tærum einfaldleika. Þannig er til að mynda með nýjustu seríuna revelation (afhjúpun/opinberun). „Ég neyddist til þess að læra að kafa til þess að taka þessar myndir. Hafði aldrei fiktað við köfun áður en þetta er tekið á 10 metra dýpi í íslensku stöðuvatni og þá er vissara að vita hvað maður er að gera.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira