Þrír í forystu fyrir lokahringinn á Opna breska 19. júlí 2015 19:01 Áhugamaðurinn Paul Dunne hefur spilað heimsklassa golf á St. Andrews. Getty Það stefnir allt í einn mest spennandi lokahring á Opna breska meistaramótinu í langan tíma á morgun en eftir 54 holur á St. Andrews eru 26 kylfingar á innan við fimm höggum frá efsta sætinu. Þrír deila efsta sætinu á 12 höggum undir pari en það eru þeir Louis Oosthuizen, Jason Day og áhugamaðurinn Paul Dunne. Dunne er aðeins 22 ára gamall og hefur spilað frábært golf hingað til en hann freistar þess að verða fyrsti áhugamaðurinn til þess að sigra á Opna breska meistaramótinu síðan árið 1930.Jordan Spieth er einn í fjórða sæti, höggi á eftir efstu mönnum á 11 höggum undir pari en hann gæti líka komið sér í sögubækurnar með sigri á morgun og orðið fyrsti kylfingurinn síðan árið 1953 til þess að vinna fyrstu þrjú risamót ársins. Reynsluboltinn Padraig Harrington kemur einn í fimmta sæti á tíu höggum undir pari en margir eru jafnir á níu undir, meðal annars Adam Scott, Justin Rose og Sergio Garcia. Lokahringurinn á morgun verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni en stöðuna í mótinu má sjá hér. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það stefnir allt í einn mest spennandi lokahring á Opna breska meistaramótinu í langan tíma á morgun en eftir 54 holur á St. Andrews eru 26 kylfingar á innan við fimm höggum frá efsta sætinu. Þrír deila efsta sætinu á 12 höggum undir pari en það eru þeir Louis Oosthuizen, Jason Day og áhugamaðurinn Paul Dunne. Dunne er aðeins 22 ára gamall og hefur spilað frábært golf hingað til en hann freistar þess að verða fyrsti áhugamaðurinn til þess að sigra á Opna breska meistaramótinu síðan árið 1930.Jordan Spieth er einn í fjórða sæti, höggi á eftir efstu mönnum á 11 höggum undir pari en hann gæti líka komið sér í sögubækurnar með sigri á morgun og orðið fyrsti kylfingurinn síðan árið 1953 til þess að vinna fyrstu þrjú risamót ársins. Reynsluboltinn Padraig Harrington kemur einn í fimmta sæti á tíu höggum undir pari en margir eru jafnir á níu undir, meðal annars Adam Scott, Justin Rose og Sergio Garcia. Lokahringurinn á morgun verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni en stöðuna í mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira