Erlent

Mitsubishi biður bandaríska stríðsfanga afsökunar

Atli Ísleifsson skrifar
Um fimm hundruð bandarískir stríðsfangar voru á meðal þeirra þúsunda sem Japanir neyddu til að starfa í námum sem reknar voru af forrennara Mistubishi, Mitsubishi Mining Co.
Um fimm hundruð bandarískir stríðsfangar voru á meðal þeirra þúsunda sem Japanir neyddu til að starfa í námum sem reknar voru af forrennara Mistubishi, Mitsubishi Mining Co. Vísir/AP
Forsvarsmenn japanska bílarisans Mitsubishi munu í dag biðjast afsökunar á því að hafa notast við bandaríska stríðsfanga sem vinnuafl á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Yfirmaður hjá Mitsubishi mun biðja fyrrum stríðsfangann James Murphy, 94 ára, og aðstandendur fleiri stríðsfanga afsökunar við sérstaka athöfn í Simon Wiesenthal-miðstöðinni í Los Angeles síðar í dag.

Í frétt BBC segir að þetta sé í fyrsta sinn sem bílarisinn biðjist formlega afsökunar á málinu.

Um fimm hundruð bandarískir stríðsfangar voru á meðal þeirra þúsunda sem Japanir neyddu til að starfa í námum sem reknar voru af forrennara Mistubishi, Mitsubishi Mining Co.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×