Erlent

Gríðarlegt úrhelli og flóð á Filippseyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Regnið hefur valdið miklum aurskriðum og hafa miklar skemmdir orðið á vegakerfi landsins.
Regnið hefur valdið miklum aurskriðum og hafa miklar skemmdir orðið á vegakerfi landsins. Vísir/AP
Að minnsta kosti fjórir hafa látist og fleiri þúsund neyðst til að flýja heimili vegna mikils úrhellis og flóða í norðurhluta Filippseyja síðustu daga.

Regnið hefur valdið miklum aurskriðum og hafa miklar skemmdir orðið á vegakerfi landsins.

Talsmaður yfirvalda segir að um þrjú þúsund manns hafi verið gert að yfirgefa heimili sín.

Í frétt The Hindu segir að á meðal hinna látnu sé hálfs árs drengur sem varð undir aurskriðu í Pangasinan-héraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×