Erlent

Átján látnir eftir fellibylinn Soudelor

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þessi klæddi fellibylinn af sér með regnslá.
Þessi klæddi fellibylinn af sér með regnslá. vísir/ap
Í það minnsta tólf manns eru látnir í suðausturhluta Kína eftir að fellibylurinn Soudelor gekk yfir landsvæðið. Þúsundir hafa flúið heimili sín og milljónir heimila eru rafmagnslaus eftir veðurofsann. Þetta kemur fram á vef BBC.

Veðrið var hvað verst í héruðunum Fuijan og Zhejiang í gær en úrkoma mældist mest 500 millimetrar á sólarhring. Það eru mestu rigningar í landinu í meira en öld.

Áður en Soudelor náði til Kína gekk hann yfir Tævan. Í það minnsta sex létust þar í landi og fjölda er saknað. Hálf milljón heimila er rafmagnslaus á svæðinu.

Ljóst er að talsverðan tíma mun taka að hreinsa eftir fellibylinn en talið er að um tíuþúsund tré hafi fokið á hliðina og fjöldi aurskiða hefur fallið á svæðinu. Lestarteinar eru í sundur á sumum stöðum og samfélagið í heild sinni lamað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×