Forsætisráðherra þvertekur fyrir hugmyndafræðilegt tómarúm í utanríkismálum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. janúar 2015 19:42 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir fjarveru forsætisráðherra í samstöðugöngu leiðtoga í París dæmi um að ríkisstjórnin „svífi í tómarúmi“ í utanríkismálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafnar því að ríkisstjórnin sé stefnulaus og leiðist „hverjir voru hvar“ umræðan.Hættulegir veikleikar í utanríkisstefnu Þorsteinn segir að það hafi verið tímamót í stjórnarsáttmálum að hvorki sé minnst á aðildina að Evrópska efnahagssvæðinu né þátttöku Íslands í Atlantshafsbandalaginu, bæði þessi samtök hafi verið grundvöllurinn af pólitískri og efnahagslegri samvinnu okkar. Í staðinn sé talað um meiri samvinnu við nýmarkaðsríki eins og Rússland og Kína. Þegar Rússland hafi ráðist inn í Úkraínu hafi menn hætt að tala um þessa nýju línu í utanríkismálunum. „Fyrir vikið virðist mér sem ríkisstjórnin átti sig ekki á því hvert hún er að stefna í utanríkismálum eða hvernig hún ætlar að koma ár sinni fyrir borð á alþjóðlegum vettvangi, nema að hún kjósi að segja ekki frá því,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir í grein á Eyjunni að sú persónulega gagnrýni sem forsætisráðherra hafi sætt fyrir að hafa ekki tekið þátt samstöðugöngunni í París um síðustu helgi sé um sumt ómakleg. Ákvörðun hans varpi á hinn bóginn ljósi á hættulega veikleika í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Fjarvera í París vandræðaleg segir fyrrverandi sendiherra DanaUmræðan áhyggjuefni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir þetta lýsandi fyrir hvernig menn bregðist oft við stórum atburðum. Þarna komi saman nokkrir stjórnmálamenn og embættismenn , ekki sem þátttakendur í þessari stóru götu heldur í hliðargötu og láti taka af sér mynd þar og ekki nema gott um það að segja. „Það að umræðan skuli snúast svona mikið um, hverjir voru hvar og hverjir voru og hverjir voru klæddir svona eða hinsegin, en ekki um stóru spurningarnar eins og tjáningarfrelsið, það finnst mér áhyggjuefni,“ segir Sigmundur. Hann þvertekur fyrir að ríkisstjórnin sé í hugmyndafræðilegu tómarúmi. Það sé ekki hægt að halda því fram að ríkisstjórnin sé ekki með afdráttarlausa framtíðarsýn í utanríkismálum eins og öðru. Þorsteinn Pálsson sé hinsvegar á allt annarri línu en ríkisstjórnin í mörgum málum og honum finnist það kannski vera tómarúm ef menn séu á annarri skoðun. Tengdar fréttir „Betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt“ Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. 13. janúar 2015 16:35 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Segja skýringar ráðherrans slappar og lélegar Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. 12. janúar 2015 20:45 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Fjarvera í París vandræðaleg segir fyrrverandi sendiherra Dana Sorglegt, vonbrigði og vandræðalegt fyrir Ísland. 13. janúar 2015 13:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir fjarveru forsætisráðherra í samstöðugöngu leiðtoga í París dæmi um að ríkisstjórnin „svífi í tómarúmi“ í utanríkismálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafnar því að ríkisstjórnin sé stefnulaus og leiðist „hverjir voru hvar“ umræðan.Hættulegir veikleikar í utanríkisstefnu Þorsteinn segir að það hafi verið tímamót í stjórnarsáttmálum að hvorki sé minnst á aðildina að Evrópska efnahagssvæðinu né þátttöku Íslands í Atlantshafsbandalaginu, bæði þessi samtök hafi verið grundvöllurinn af pólitískri og efnahagslegri samvinnu okkar. Í staðinn sé talað um meiri samvinnu við nýmarkaðsríki eins og Rússland og Kína. Þegar Rússland hafi ráðist inn í Úkraínu hafi menn hætt að tala um þessa nýju línu í utanríkismálunum. „Fyrir vikið virðist mér sem ríkisstjórnin átti sig ekki á því hvert hún er að stefna í utanríkismálum eða hvernig hún ætlar að koma ár sinni fyrir borð á alþjóðlegum vettvangi, nema að hún kjósi að segja ekki frá því,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir í grein á Eyjunni að sú persónulega gagnrýni sem forsætisráðherra hafi sætt fyrir að hafa ekki tekið þátt samstöðugöngunni í París um síðustu helgi sé um sumt ómakleg. Ákvörðun hans varpi á hinn bóginn ljósi á hættulega veikleika í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Fjarvera í París vandræðaleg segir fyrrverandi sendiherra DanaUmræðan áhyggjuefni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir þetta lýsandi fyrir hvernig menn bregðist oft við stórum atburðum. Þarna komi saman nokkrir stjórnmálamenn og embættismenn , ekki sem þátttakendur í þessari stóru götu heldur í hliðargötu og láti taka af sér mynd þar og ekki nema gott um það að segja. „Það að umræðan skuli snúast svona mikið um, hverjir voru hvar og hverjir voru og hverjir voru klæddir svona eða hinsegin, en ekki um stóru spurningarnar eins og tjáningarfrelsið, það finnst mér áhyggjuefni,“ segir Sigmundur. Hann þvertekur fyrir að ríkisstjórnin sé í hugmyndafræðilegu tómarúmi. Það sé ekki hægt að halda því fram að ríkisstjórnin sé ekki með afdráttarlausa framtíðarsýn í utanríkismálum eins og öðru. Þorsteinn Pálsson sé hinsvegar á allt annarri línu en ríkisstjórnin í mörgum málum og honum finnist það kannski vera tómarúm ef menn séu á annarri skoðun.
Tengdar fréttir „Betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt“ Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. 13. janúar 2015 16:35 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Segja skýringar ráðherrans slappar og lélegar Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. 12. janúar 2015 20:45 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Fjarvera í París vandræðaleg segir fyrrverandi sendiherra Dana Sorglegt, vonbrigði og vandræðalegt fyrir Ísland. 13. janúar 2015 13:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
„Betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt“ Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. 13. janúar 2015 16:35
Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25
Segja skýringar ráðherrans slappar og lélegar Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. 12. janúar 2015 20:45
Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22
Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02
Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30
Fjarvera í París vandræðaleg segir fyrrverandi sendiherra Dana Sorglegt, vonbrigði og vandræðalegt fyrir Ísland. 13. janúar 2015 13:30