Enski boltinn

Suso kominn til Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Suso fagnar marki sínu gegn Middlesbrough í deildarbikarnum í september síðastliðnum.
Suso fagnar marki sínu gegn Middlesbrough í deildarbikarnum í september síðastliðnum. vísir/afp
Spænski miðjumaðurinn Suso er genginn í raðir AC Milan frá Liverpool.

Suso, sem er 21 árs, kom til Liverpool frá Cadiz í nóvember 2010 og lék alls 21 leik fyrir Rauða herinn.

Suso, eða Jesús Joaquín Fernández Sáez de la Torre eins og hann heitir fullu nafni, lék sem lánsmaður með Almería í spænsku deildinni á síðasta tímabili þar sem hann skoraði þrjú mörk í 33 deildarleikjum.

Milan er í 8. sæti ítölsku deildarinnar með 26 stig, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. Liðið tekur á móti Atalanta á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×