Menning

Nafli alheims míns

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sýningin stendur yfir í 10 daga og er opin frá kl 12-17
Sýningin stendur yfir í 10 daga og er opin frá kl 12-17
Fimmtudaginn 10. september opnar Rakel Steinarsdóttir nýja innsetningu í Studio Stafni á Ingólfsstræti 6. Hér er á ferðinni öflugt litaspil og pensilstrokur í anda Kristjáns Davíðssonar, nema efniviður Rakelar eru litrík föt barna hennar.

Sýningin stendur yfir í 10 daga og er opin frá kl 12-17.

Rakel Steinarsdóttir myndlistarmaður er fædd 1965. Hún stundaði nám í Myndlista og handíðaskóla Íslands, École supérieure des arts décoratifs de Strasbourg og Edinburgh College of Art.

Hún byggir gjarnan verk sín á innsetningum í rými þar sem umfjöllunarefnið eru ýmiskonar hversdagslegir hlutir sem eru hluti af ferli eða hringrás sem er skráð eða varðveitt og sett í annað samhengi. Þannig eru verkin oftast tengd tíma, jafnvel minningum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×