Hetja úr Hafnarfirði skipti sköpum í Ljósavatnsskarði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2015 12:09 Ótrúlegt má telja að allir hafi komist lífs af. Skjáskot úr myndbandinu. 22 ára Hafnfirðingur er afar stoltur af föður sínum sem kom ökumanni bifreiðar til aðstoðar á ögurstundu eftir alvarlegan árekstur í Ljósavatnsskarði þann 24. nóvember síðastliðinn. Tveir ferðamenn frá Malasíu voru í hinum bílnum og náðu árekstrinum á myndband eins og fjallað var um á Vísi í gær. Annar ferðamannanna og ökumaður hins bílsins slösuðust alvarlega og hafa gengist undir aðgerðir. Þau eru þó ekki í lífshættu. Sæmundur Bjarni Sæmundsson lýsir því í Fésbókarfærslu í gær að faðir sinn, Sæmundur Bjarnason, hafi komið fyrstur á vettvang. „Eftir slysið kom upp eldur í öðrum bílnum en ökumaðurinn var illa slasaður og gat ekki komist frá bílnum af sjálfsdáðum og sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ segir Sæmundur Bjarni og lýsir gangi mála mínúturnar eftir slysið. „Í hinum bílnum var einnig mjög slasaður einstaklingur sem gat tjáð sig um verki í baki og þar sem ekki þótti hætta stafa af því að halda kyrru fyrir í bílnum tók pabbi þá rökréttu ákvörðun um að halda þeim einstakling kyrrum og stöðugum.“ Myndband frá árekstrinum má sjá hér að neðan. Strætóbílstjóri kom til aðstoðarSamkvæmt heimildum Vísis kom strætóbílstjóri á vettvang fljótlega eftir að Sæmundur eldri keyrði fram á slysið. Sæmundur bað hann um að ná í slökkvitæki og gerðu þeir tilraun til að slökkva eldinn. Bíllinn fuðraði hins vegar upp svo þeir tóku ákvörðun um að ekki væri reynandi að slökkva í eldinum. Sæmundur Bjarni vildi ekki tjá sig um björgunaraðgerðirnar þegar Vísir sló á þráðinn til hans í gærkvöldi.Annar ferðamannnanna er við ágæta heilsu og var stefnt á að útskrifa hann af Sjúkrahúsi Akureyrar samkvæmt upplýsingum að norðan í gær. Hinn hefur gengist undir tvær stórar aðgerðir en er ekki í lífshættu.Íslenski karlmaðurinn sem ók hinum bílnum slasaðist mjög alvarlega, var í öndunarvél í fjóra sólarhringa og gekkst undir stóra aðgerð. Hann er nýkominn úr öndunarvél, er ekki í lífshættu en á langa baráttu framundan.Fyrir viku síðan átti sér stað harður árekstur, í Ljósavatnsskarði fyrir norðan. Annar tveggja bíla skrikaði til í hálku...Posted by Sæmundur Bjarni Sæmundsson on Wednesday, December 2, 2015 Tengdar fréttir Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
22 ára Hafnfirðingur er afar stoltur af föður sínum sem kom ökumanni bifreiðar til aðstoðar á ögurstundu eftir alvarlegan árekstur í Ljósavatnsskarði þann 24. nóvember síðastliðinn. Tveir ferðamenn frá Malasíu voru í hinum bílnum og náðu árekstrinum á myndband eins og fjallað var um á Vísi í gær. Annar ferðamannanna og ökumaður hins bílsins slösuðust alvarlega og hafa gengist undir aðgerðir. Þau eru þó ekki í lífshættu. Sæmundur Bjarni Sæmundsson lýsir því í Fésbókarfærslu í gær að faðir sinn, Sæmundur Bjarnason, hafi komið fyrstur á vettvang. „Eftir slysið kom upp eldur í öðrum bílnum en ökumaðurinn var illa slasaður og gat ekki komist frá bílnum af sjálfsdáðum og sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ segir Sæmundur Bjarni og lýsir gangi mála mínúturnar eftir slysið. „Í hinum bílnum var einnig mjög slasaður einstaklingur sem gat tjáð sig um verki í baki og þar sem ekki þótti hætta stafa af því að halda kyrru fyrir í bílnum tók pabbi þá rökréttu ákvörðun um að halda þeim einstakling kyrrum og stöðugum.“ Myndband frá árekstrinum má sjá hér að neðan. Strætóbílstjóri kom til aðstoðarSamkvæmt heimildum Vísis kom strætóbílstjóri á vettvang fljótlega eftir að Sæmundur eldri keyrði fram á slysið. Sæmundur bað hann um að ná í slökkvitæki og gerðu þeir tilraun til að slökkva eldinn. Bíllinn fuðraði hins vegar upp svo þeir tóku ákvörðun um að ekki væri reynandi að slökkva í eldinum. Sæmundur Bjarni vildi ekki tjá sig um björgunaraðgerðirnar þegar Vísir sló á þráðinn til hans í gærkvöldi.Annar ferðamannnanna er við ágæta heilsu og var stefnt á að útskrifa hann af Sjúkrahúsi Akureyrar samkvæmt upplýsingum að norðan í gær. Hinn hefur gengist undir tvær stórar aðgerðir en er ekki í lífshættu.Íslenski karlmaðurinn sem ók hinum bílnum slasaðist mjög alvarlega, var í öndunarvél í fjóra sólarhringa og gekkst undir stóra aðgerð. Hann er nýkominn úr öndunarvél, er ekki í lífshættu en á langa baráttu framundan.Fyrir viku síðan átti sér stað harður árekstur, í Ljósavatnsskarði fyrir norðan. Annar tveggja bíla skrikaði til í hálku...Posted by Sæmundur Bjarni Sæmundsson on Wednesday, December 2, 2015
Tengdar fréttir Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19