Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2015 10:54 Árásin er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Vísir/AFP Þau Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook, sem skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær, höfðu eignast sitt fyrsta barn fyrir hálfu ári. Árás gærdagsins er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Þau Malik og Farook féllu sjálf í bíl sínum eftir skotbardaga við um tuttugu lögreglumenn.Í frétt LA Times segir að hin 27 ára Malik og hinn 28 ára Farook höfðu skilið sex mánaða dóttur sína eftir hjá móður Farook og sagt að þau væru á leið til læknis. Síðar hafi þau hafið skothríð á The Inland Regional Center sem þjónustar fólk með þroskahömlun, en svo virðist sem árásin hafi ekki verið beint gegn skjólstæðingum stofnunarinnar.Giftust fyrir tveimur árumFarook er lýst sem hljóðlátum og hlédrægum manni, en þau Malik giftust fyrir tveimur árum. Hann starfaði sem eftirlitsmaður hjá heilbrigðisyfirvöldum sveitarfélagsins. Farook fæddist í Chicago, en foreldrar hans höfðu áður flutt til Bandaríkjanna frá Suðaustur-Asíu. LA Times hefur þetta eftir Hussam Ayloush, yfirmanni hjá samtökum múslíma í Bandaríkjunum. Faðir Farook, sem einnig heitir Syed Farook, segir í samtali við New York Daily News að hann sé í áfalli vegna fréttanna af syni sínum. „Ég hef ekki heyrt neitt um þetta. Hann var mjög trúaður. Hann fór í vinnuna og kom heim og bað. Hann er múslími,“ segir faðirinn.Vísir/AFPFór til Sádi-Arabíu og kom aftur með konuSamstarfsmenn Farook greina frá því að hann hafi farið til Sádí-Arabíu fyrir nokkru síðan og komið aftur með konu sem hann sagðist hafa kynnst á netinu. Hann sagði þeim að hún væri lyfjafræðingur. Farook hafði starfað hjá heilbrigðisyfirvöldum um fimm ára skeið, verið vel liðinn, þögull og hlédrægur. „Hann hafði nýverið eignast barn og virtist upplifa ameríska drauminn með konu sinni,“ segir samstarfsfélaginn Patrick Baccari í samtali við LA Times. Baccari segir að hann hafi sjálfur setið á sama borði og Farook í jólaveislunni. Farook hafi svo horfið skyndilega og skilið jakka sinn eftir á stólnum. Baccari var sjálfur á salerninu þegar skothríðin hófst.Yfirgaf veisluna í uppnámiAð sögn Jarrod Burguan, lögreglustjóra San Bernardino, á Farook að hafa yfirgefið veisluna reiður og í miklu uppnámi. Lögregla telur þó að ákvörðun um árásina hafi ekki verið tekin skyndilega, heldur að hún hafi verið skipulögð. Mágur Farook, Farhan Khan, ræddi við fjölmiðla skömmu eftir árásirnar þar sem hann fordæmdi verknaðinn. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hann gerði þetta. Ég er í áfalli.“ San Bernardino er um 200 þúsund manna borg, um 100 kílómetrum austur af Los Angeles. Tengdar fréttir Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þau Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook, sem skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær, höfðu eignast sitt fyrsta barn fyrir hálfu ári. Árás gærdagsins er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Þau Malik og Farook féllu sjálf í bíl sínum eftir skotbardaga við um tuttugu lögreglumenn.Í frétt LA Times segir að hin 27 ára Malik og hinn 28 ára Farook höfðu skilið sex mánaða dóttur sína eftir hjá móður Farook og sagt að þau væru á leið til læknis. Síðar hafi þau hafið skothríð á The Inland Regional Center sem þjónustar fólk með þroskahömlun, en svo virðist sem árásin hafi ekki verið beint gegn skjólstæðingum stofnunarinnar.Giftust fyrir tveimur árumFarook er lýst sem hljóðlátum og hlédrægum manni, en þau Malik giftust fyrir tveimur árum. Hann starfaði sem eftirlitsmaður hjá heilbrigðisyfirvöldum sveitarfélagsins. Farook fæddist í Chicago, en foreldrar hans höfðu áður flutt til Bandaríkjanna frá Suðaustur-Asíu. LA Times hefur þetta eftir Hussam Ayloush, yfirmanni hjá samtökum múslíma í Bandaríkjunum. Faðir Farook, sem einnig heitir Syed Farook, segir í samtali við New York Daily News að hann sé í áfalli vegna fréttanna af syni sínum. „Ég hef ekki heyrt neitt um þetta. Hann var mjög trúaður. Hann fór í vinnuna og kom heim og bað. Hann er múslími,“ segir faðirinn.Vísir/AFPFór til Sádi-Arabíu og kom aftur með konuSamstarfsmenn Farook greina frá því að hann hafi farið til Sádí-Arabíu fyrir nokkru síðan og komið aftur með konu sem hann sagðist hafa kynnst á netinu. Hann sagði þeim að hún væri lyfjafræðingur. Farook hafði starfað hjá heilbrigðisyfirvöldum um fimm ára skeið, verið vel liðinn, þögull og hlédrægur. „Hann hafði nýverið eignast barn og virtist upplifa ameríska drauminn með konu sinni,“ segir samstarfsfélaginn Patrick Baccari í samtali við LA Times. Baccari segir að hann hafi sjálfur setið á sama borði og Farook í jólaveislunni. Farook hafi svo horfið skyndilega og skilið jakka sinn eftir á stólnum. Baccari var sjálfur á salerninu þegar skothríðin hófst.Yfirgaf veisluna í uppnámiAð sögn Jarrod Burguan, lögreglustjóra San Bernardino, á Farook að hafa yfirgefið veisluna reiður og í miklu uppnámi. Lögregla telur þó að ákvörðun um árásina hafi ekki verið tekin skyndilega, heldur að hún hafi verið skipulögð. Mágur Farook, Farhan Khan, ræddi við fjölmiðla skömmu eftir árásirnar þar sem hann fordæmdi verknaðinn. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hann gerði þetta. Ég er í áfalli.“ San Bernardino er um 200 þúsund manna borg, um 100 kílómetrum austur af Los Angeles.
Tengdar fréttir Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42