Íslenski boltinn

Jónas býður sig fram á móti Geir: Virðist vera svolítið lokuð klíka

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jónas Ýmir Jónason ætlar sér að verða formaður KSÍ.
Jónas Ýmir Jónason ætlar sér að verða formaður KSÍ. vísir/facebook
„Geir hefur unnið frábært starf en nú er kominn tími á breytingar,“ segir Jónas Ýmir Jónasson við Vísi, en hann ætlar í framboð á móti Geir Þorsteinssyni, sitjandi formanni Knattspyrnusambands Íslands.

Ársþing KSÍ fer fram 14. febrúar, en Geir hefur verið formaður í átta ár eða síðan hann var kosinn til fyrst til valda árið 2007.

Sjá einnig:Geir fær mótframboð frá FH-ingi ársins 2014

„Það hefur enginn of gott af því að vera of lengi í sama starfinu. Mér finnst að kjörtímabilið ætti að vera fjögur ár í senn og menn mættu bara sitja tvö kjörtímabil,“ segir Jónas Ýmir.

Þessi 38 ára gamli Hafnfirðingur sem starfar í Suðurbæjarlaug í heimabænum ætlar að fara ítarlega yfir hugmyndir sínar síðar í vikunni. En eitt er það sem brennur helst á Jónasi komist hann til valda.

„KSÍ virðist vera svolítið lokuð klíka og ég opna þetta aðeins meira. Ég vil opna bókhaldið og leyfa fólki að sjá í hvað peningarnir fara,“ segir hann.

Sjá einnig:Geir vill meir: Formaðurinn og allir hinir bjóða sig aftur fram

„Ég hef fengið fínan stuðning í dag eftir að framboðið var tilkynnt og ég býst við meiri stuðningi þegar ég hef kynnt mínar hugmyndir.“

Nánar verður rætt við Jónas Ými í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×