Helena: Körfuboltinn er áfram mín atvinna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Helena Sverrisdóttir segir að það hafi aldrei annað komið til greina en að fara aftur í uppeldisfélag sitt. Vísir/Valli „Þetta hefur verið í umræðunni síðan í mars og í huga mér lengur en það,“ segir besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, en hún snýr nú aftur í íslenska boltann eftir átta ára útlegð erlendis þar sem hún spilaði fyrst í háskóla í Bandaríkjunum og síðan með liðum í Evrópu. Helena verður spilandi þjálfari hjá Haukum þar sem hún er alin upp. Hún er því komin heim og er hæstánægð með það. „Það er mikið gleðiefni að þetta hafi tekist. Ég fann eftir síðasta tímabil að mig langaði að koma heim enda búin að vera erlendis einn þriðja af ævinni. Ég vildi fara að tengjast vinum mínum aftur og vera nær fjölskyldunni minni.“ Þó að Helena sé komin heim þá lítur hún ekki á að atvinnumannsferlinum sé lokið og hún útilokar ekki að fara aftur út síðar. „Ég sé mig enn sem atvinnumann hér heima. Hér er ég að þjálfa á fullu ásamt því að spila. Körfuboltinn er áfram mín atvinna. Ég hef ekki lokað á neitt síðar enda er ég aðeins 27 ára gömul og á vonandi nóg eftir,“ segir Helena og brosir breitt.Ný áskorun Þessi frábæra íþróttakona er stolt af því sem hún hefur náð að afreka á atvinnumannsferlinum. „Ég er mjög ánægð með hann en maður vill alltaf meira og það er hluti af því að vera íþróttamaður. Nú er ég að taka nýrri áskorun og það er hluti af því að þroskast og þróast. Hér er allt annað umhverfi aftur og ég er bara rosalega spennt að takast á við þessa áskorun. Körfuboltinn hefur alltaf verið hluti af lífi mínu og ég sé það fyrir mér að það verði þannig um ókomna framtíð enda finnst mér rosalega gaman að þjálfa. Mér finnst ég ná vel til yngri leikmanna og svo bý ég yfir mikilli reynslu sem ég vil miðla.“Haukar kynntu þjálfara karla- og kvennaliða félagsins í gær.Vísir/ValliHelena er hluti af þriggja þjálfara teymi ásamt Ingvari Þór Guðjónssyni og Andra Þór Kristinssyni en þau eru öll jöfn. Þjálfaraþrenna sem er nýlunda á Íslandi. Gengur það upp? „Ég held að við séum öll með mismunandi hluti til að leggja á borðið og við verðum að læra hvenær hver á að tala og allt það. Svo er ég að spila og þá er frábært að hafa tvo þjálfara á bekknum. Ég hef fulla trú á því að þetta muni ganga upp,“ segir Helena en hið unga Haukalið styrkist mikið með tilkomu hennar og hún útilokar ekki að fleiri leikmenn muni ganga í raðir félagsins á næstunni.Nýtrúlofuð og hamingjusöm Lífið leikur við hana þessa dagana. Hún er komin heim og er nýbúin að trúlofa sig en unnusti hennar er Finnur Atli Magnússon, nýkrýndur Íslandsmeistari með KR. „Það eru allir að óska mér til hamingju þessa dagana og síðustu dagar hafa verið virkilega skemmtilegir,“ segir Helena en reyndi unnustinn ekkert að koma henni í KR? „Finnur reyndi aldrei að koma mér í KR. Hann veit hvernig staðan er. Ég er mikil Haukakona og fæðist inn í þetta félag. Pabbi minn var formaður hérna og ég er alin upp í íþróttahúsinu á Strandgötunni og síðar á Ásvöllum. Mér líður best hér og Haukar voru alltaf fyrsti kosturinn. Ég fór auðvitað í KR-treyju í fyrsta skipti á ævinni um daginn þegar ég var að styðja hann. Það var erfitt fyrir mig en ég styð auðvitað minn mann.“Níu titlar á þremur árum með Haukum Helena Sverrisdóttir var kosin leikmaður ársins þrjú síðustu árin sín hér á landi og hjálpaði Haukum að vinna níu titla á þessum þremur tímabilum. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn tvö síðustu árin sem Helena lék hér á landi, þá aðeins 18 og 19 ára gömul. Haukar höfðu aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn fyrir þann tíma og aðeins einu sinni til viðbótar á þessum átta tímabilum sem eru liðin síðan Helena spilaði í Haukabúningnum. Helena var með 20,0 stig, 9,9 fráköst og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum með Haukum í efstu deild en hún á að baki fjögur tímabil í deildinni. Hún var með 21,2 stig, 7,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar í leik þegar hún spilaði síðast í deildinni 2006-2007 en það tímabil vann Haukaliðið alla fimm titlana sem voru í boði. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
„Þetta hefur verið í umræðunni síðan í mars og í huga mér lengur en það,“ segir besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, en hún snýr nú aftur í íslenska boltann eftir átta ára útlegð erlendis þar sem hún spilaði fyrst í háskóla í Bandaríkjunum og síðan með liðum í Evrópu. Helena verður spilandi þjálfari hjá Haukum þar sem hún er alin upp. Hún er því komin heim og er hæstánægð með það. „Það er mikið gleðiefni að þetta hafi tekist. Ég fann eftir síðasta tímabil að mig langaði að koma heim enda búin að vera erlendis einn þriðja af ævinni. Ég vildi fara að tengjast vinum mínum aftur og vera nær fjölskyldunni minni.“ Þó að Helena sé komin heim þá lítur hún ekki á að atvinnumannsferlinum sé lokið og hún útilokar ekki að fara aftur út síðar. „Ég sé mig enn sem atvinnumann hér heima. Hér er ég að þjálfa á fullu ásamt því að spila. Körfuboltinn er áfram mín atvinna. Ég hef ekki lokað á neitt síðar enda er ég aðeins 27 ára gömul og á vonandi nóg eftir,“ segir Helena og brosir breitt.Ný áskorun Þessi frábæra íþróttakona er stolt af því sem hún hefur náð að afreka á atvinnumannsferlinum. „Ég er mjög ánægð með hann en maður vill alltaf meira og það er hluti af því að vera íþróttamaður. Nú er ég að taka nýrri áskorun og það er hluti af því að þroskast og þróast. Hér er allt annað umhverfi aftur og ég er bara rosalega spennt að takast á við þessa áskorun. Körfuboltinn hefur alltaf verið hluti af lífi mínu og ég sé það fyrir mér að það verði þannig um ókomna framtíð enda finnst mér rosalega gaman að þjálfa. Mér finnst ég ná vel til yngri leikmanna og svo bý ég yfir mikilli reynslu sem ég vil miðla.“Haukar kynntu þjálfara karla- og kvennaliða félagsins í gær.Vísir/ValliHelena er hluti af þriggja þjálfara teymi ásamt Ingvari Þór Guðjónssyni og Andra Þór Kristinssyni en þau eru öll jöfn. Þjálfaraþrenna sem er nýlunda á Íslandi. Gengur það upp? „Ég held að við séum öll með mismunandi hluti til að leggja á borðið og við verðum að læra hvenær hver á að tala og allt það. Svo er ég að spila og þá er frábært að hafa tvo þjálfara á bekknum. Ég hef fulla trú á því að þetta muni ganga upp,“ segir Helena en hið unga Haukalið styrkist mikið með tilkomu hennar og hún útilokar ekki að fleiri leikmenn muni ganga í raðir félagsins á næstunni.Nýtrúlofuð og hamingjusöm Lífið leikur við hana þessa dagana. Hún er komin heim og er nýbúin að trúlofa sig en unnusti hennar er Finnur Atli Magnússon, nýkrýndur Íslandsmeistari með KR. „Það eru allir að óska mér til hamingju þessa dagana og síðustu dagar hafa verið virkilega skemmtilegir,“ segir Helena en reyndi unnustinn ekkert að koma henni í KR? „Finnur reyndi aldrei að koma mér í KR. Hann veit hvernig staðan er. Ég er mikil Haukakona og fæðist inn í þetta félag. Pabbi minn var formaður hérna og ég er alin upp í íþróttahúsinu á Strandgötunni og síðar á Ásvöllum. Mér líður best hér og Haukar voru alltaf fyrsti kosturinn. Ég fór auðvitað í KR-treyju í fyrsta skipti á ævinni um daginn þegar ég var að styðja hann. Það var erfitt fyrir mig en ég styð auðvitað minn mann.“Níu titlar á þremur árum með Haukum Helena Sverrisdóttir var kosin leikmaður ársins þrjú síðustu árin sín hér á landi og hjálpaði Haukum að vinna níu titla á þessum þremur tímabilum. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn tvö síðustu árin sem Helena lék hér á landi, þá aðeins 18 og 19 ára gömul. Haukar höfðu aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn fyrir þann tíma og aðeins einu sinni til viðbótar á þessum átta tímabilum sem eru liðin síðan Helena spilaði í Haukabúningnum. Helena var með 20,0 stig, 9,9 fráköst og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum með Haukum í efstu deild en hún á að baki fjögur tímabil í deildinni. Hún var með 21,2 stig, 7,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar í leik þegar hún spilaði síðast í deildinni 2006-2007 en það tímabil vann Haukaliðið alla fimm titlana sem voru í boði.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum