Tsar Bomba Illugi Jökulsson skrifar 15. nóvember 2015 12:00 Eldkúlan af sprengingunni var átta kílómetrar í þvermál. Það var nokkru eftir dagmál mánudaginn 30. október 1961. Hátt uppi í fjalli á Breiðholtsskaga milli Mjaðarlyngsfjarðar og Laxafjarðar nyrst í Noregi var Klemetti Keskitalo einn á ferð. Það hafði frést af hreindýrstarfi sem var sagður illa særður eftir úlfa og hafði hrakist út á nesið. Keskitalo hafði lagt af stað úr Samabyggðinni og þefaði fljótlega uppi slóð tarfsins en var nú orðinn úrkula vonar um að finna hann á lífi. Fyrst dýrið var komið svona hátt upp í fjall var það bersýnilega viti sínu fjær og eflaust dauðvona. Blóðið varð sífellt dekkra í sporum tarfsins í snjónum þar á fjallinu. Þá hrökk Keskitalo allt í einu í kút. Í norðaustri hafði skyndilega kviknað undarlegur ljósglampi niðri við sjóndeildarhring. Það var ekki orðið að fullu bjart þótt sólin ætti að heita komin upp og skini í suðaustrinu, en þessi glampi var eitthvað allt annað. Já, eitthvað allt, allt annað. Keskitalo hafði aldrei áður séð svona skrýtinn ljósagang á himninum og var hann þó kominn á sextugsaldur. Það var eitthvað verulega ónáttúrulegt við þetta og Keskitalo stóð heillengi sem steini lostinn og rýndi út í fjarskann þar sem blossinn logaði enn. Þá var allt í einu eins og eitthvað dökkt kæmi æðandi að honum, hann fékk svo mikinn og snöggan vindsveip í fangið að hann hentist aftur á bak og féll loks um koll. Niðri við mynni Mjaðarlyngsfjarðar, nánar tiltekið á Magereyju, þar sem heitir Kameyjaver var eitt minnsta þorp heimsins, bara fáein hús sem sneru móti Íshafinu í norðvesturátt. Greta Jakobsen var á táningsaldri, dóttir fiskimanns sem hafði farið í róður í býtið, dætur fiskimanna voru sýknt og heilagt að líta til sjávar til að sjá hvort nokkuð væri óveður í aðsigi, og nú leit hún einmitt út um gluggann og í norðvestur. Þarna niðri við sjávarmál bar minna á ljósbjarmanum sem Klemetti Keskitalo uppi í fjallinu var að furða sig á svo Greta átti sér einskis ills von þegar rúðan sem hún horfði út um sundraðist allt í einu og glerbrotunum rigndi yfir hana. Þykkur og þungur gustur ruddist inn í húsið svo þar lék allt á reiðiskjálfi. Og það hitnaði merkjanlega í lofti. Greta grenjaði hástöfum og beygði sig í keng þótt hún væri svo heppin að hafa ekki skorist illa, þannig hnipraði hún sig saman, löngu eftir að þessi höggþungi gustur var farinn leiðar sinnar. Uppi í fjallinu á Breiðholtsskaga var Klemetti Keskitalo að skreiðast á fætur, bjarminn var enn á sínum stað í fjarskanum.Svakalegasta kjarnorkutilraunin Það sem þarna hafði gerst var að íbúar nyrst í Noregi höfðu orðið óviljandi vitni að svakalegustu kjarnorkutilraun allra tíma, þegar Sovétmenn sprengdu Tsar Bomba, eða Keisarasprengjuna. Tilraunin átti sér stað yfir eyjunni Novaja Semlja sem var í þúsund kílómetra fjarlægð frá byggðunum í Norður-Noregi þar sem rúður brotnuðu og fólk hentist til jarðar þegar höggbylgjan frá sprengingunni reið yfir. Ef slík sprengja hefði verið sprengd yfir Reykjavík hefðu rúður brotnað í Glasgow í Skotlandi. Haustið 1961 stóð kalda stríðið sem hæst og bæði Sovétríkin og Bandaríkin reiknuðu með að allsherjar kjarnorkustríð gæti fyrirvaralaust brotist út milli ríkjanna. Í slíku stríði fælist: þurrka sem allra flestar borgir andstæðingsins út – í þeirri fánýtu von að hægt yrði að knýja hann til uppgjafar áður en honum tækist að þurrka út meginhlutann af borgum manns sjálfs.Fáar kæmust á leiðarenda Sovétmenn sáu vitanlega í hendi sér að landafræðin var Bandaríkjamönnum hliðholl. Þá voru langdrægar eldflaugar sem báru kjarnorkuvopn milli heimsálfa varla enn þá komnar til sögunnar, svo sprengjuflugvélar yrðu enn um sinn þau vopn sem Sovétmenn myndu helst notast við til að koma sprengjum að skotmörkum sínum. Vélarnar yrðu að fljúga mjög langa vegalengd til að komast frá Sovétríkjunum inn yfir bandaríska grund og búast mætti við að meirihluti þeirra yrði skotinn niður á leiðinni. Kannski kæmust aðeins örfáar á leiðarenda. Bandaríkjamenn gátu hins vegar komið sínum kjarnorkusprengjum fyrir í meðaldrægum eldflaugum og flugvélum sem hefðu aðsetur nálægt landamærum Sovétríkjanna og mjög erfitt yrði fyrir sovéska flugherinn að skjóta þær allar niður í tæka tíð. Því var niðurstaða Sovétmanna að þeir yrðu að smíða geysistórar sprengjur. Ef mjög fáar næðu alla leið yrðu þær að vera þeim mun stærri til að valda nægjanlega miklu tjóni. Sovétmenn ákváðu því rétt fyrir 1960 að smíða 100 megatonna vetnissprengju sem átti síðan að verða aðalvopnið í kjarnorkuvopnabúri þeirra. Það yrði engin smá sprengja – hvorki meira né minna en 6.600 sinnum öflugri en sprengjan sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hírósjíma 15 árum fyrr.Sérútbúin sprengjuflugvél Svo fór að Sovétmenn ákváðu að minnka við sig. Þeir voru ekki vissir um að þeir kynnu neitt með slíkt ógnarvopn að fara. Því var ákveðið að smíða í bili „aðeins“ 50 megatonna sprengju. Hún yrði samt meira en þrisvar sinnum öflugri en sterkasta kjarnorkusprengja sem Bandaríkjamenn hafa nokkru sinni sprengt, en það var hin svonefnda Castle Bravo sprengja árið 1954. Sú var 15 megatonn. Sprengjan var átta metra löng og tveggja metra breið þegar hún var tilbúin. Og hún vó 27 tonn. Hún var svo stór að þegar henni var komið fyrir í Tupolev-95 sprengjuvél – sem á Vesturlöndum var kölluð „Björninn“ – þurfti að fjarlægja sprengjuhlera og eldsneytisgeyma svo hún rúmaðist í sprengjuhólfi vélarinnar. Vélin var máluð með sérstakri hvítri ofurmálningu sem átti að endurkasta sem mestu af þeirri ógurlegu hitageislun sem skella myndi á vélinni þegar hvellurinn yrði. Síðan var flogið með hana í rúmlega 10 kílómetra hæð og þar var henni sleppt í fallhlíf. Til að bera ferlíkið þurfti 800 kílóa fallhlíf sem sá um að vagga sprengjunni niður í 4,5 kílómetra hæð yfir sjávarmáli. Tíminn sem það tók sprengjuna að svífa þessa vegalengd átti að duga flugmanni Bjarnarins, Durnovtsev, til að komast í 45 kílómetra fjarlægð sem talið var nægjanlegt til að hann slyppi lifandi frá sprengingunni.Þriðju gráðu bruni í 100 km fjarlægð Raunar munaði litlu að hann færist. Þegar sprengjan sprakk elti höggbylgjan vélina uppi á svipstundu, og þá missti Durnovtsev vald á vélinni. Vélin hrapaði um kílómetra á örskotsstundu, en eftir mikla baráttu náði Durnovtsev um síðir að rétta hana við og náði að fljúga burt og lenda í hæfilegri fjarlægð.Tsar bomban.Sprengjan sprakk þar sem heitir Mitjúsjíkaflói. Eldkúlan af sprengingunni varð átta kílómetrar í þvermál. Allt sem lent hefði innan þeirrar eldkúlu hefði einfaldlega leyst upp í ægibálinu. Allar byggingar innan 35 kílómetra radíuss hefðu eyðilagst. Bara allar – sama hve traustar og vel byggðar þær hefðu verið. Hvert einasta hús í þorpinu Serverny á Novaja Semlja hrundi, bæði steinhús og timburhús. Raunar splundruðust timburhús í mörg hundruð kílómetra fjarlægð undan höggbylgjunni og þök rifnuðu af steinhúsum í álíka fjarlægð. Hitinn sem myndaðist var svo mikill að hann hefði valdið þriðju gráðu bruna hjá fólki í 100 kílómetra fjarlægð. Slík sprenging yfir Reykjavík hefði sem sagt skaðbrennt fólk austur á Hellu – og hvert einasta hús við Faxaflóa hrunið. Austur í Síberíu, í 700 kílómetra fjarlægð frá Novaja Semlja, sáu menn höggbylgjuna trylla hjá í andrúmsloftinu þennan mánudagsmorgun árið 1961. Og í þorpum í Norður-Noregi og Finnlandi sem voru þúsund kílómetra frá Mitjúsjíkaflóa brotnuðu rúður undan högginu. Ég bjó að vísu til persónurnar Klemetti Keskitalo og Gretu Jakobsen en lýsingar á því sem henti þau eru samt sannferðugar.Sakharov blöskraði Sveppaskýið fræga sem fylgir kjarnorkusprengingum reis í 65 kílómetra hæð. Niðri við jörð var það 40 kílómetrar í þvermál en toppurinn var tæpir 100 kílómetrar á breidd. Höggbylgjan fór þrisvar kringum jörðina áður en hún dó út. Sovétmenn sprengdu aldrei framar neina kjarnorkusprengju í líkingu við Tsar Bomba. Þeir sögðu við sjálfa sig að vopnið væri þrátt fyrir allt ekki mjög praktískt því stærstur hlutinn af hinni ógnarlegu orku sem losnaði hefði tæst út í loftið án þess að koma að „gagni“ sem eyðileggingartól. En í og með blöskraði þeim einfaldlega sá hryllilegi eyðingarmáttur sem þeir höfðu leyst úr læðingi . Einn af helstu sprengjusmiðunum var eðlisfræðingur að nafni Andrei Sakharov. Eftir að Tsar Bomba sprakk hætti hann störfum og hóf að berjast gegn þeirri ríkisstjórn sem hafði látið sér til hugar koma að smíða slíkt vopn. Kannski eru menn núorðið svolítið farnir að gleyma hvað kjarnorkuvopn voru, eru og verða alltaf brjálæðisleg vopn. Þá er hollt að rifja upp Tsar Bomba. Við skulum því leggja allt kapp á að kjarnorkutilraunir hefjist ekki á ný. Flækjusaga Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Það var nokkru eftir dagmál mánudaginn 30. október 1961. Hátt uppi í fjalli á Breiðholtsskaga milli Mjaðarlyngsfjarðar og Laxafjarðar nyrst í Noregi var Klemetti Keskitalo einn á ferð. Það hafði frést af hreindýrstarfi sem var sagður illa særður eftir úlfa og hafði hrakist út á nesið. Keskitalo hafði lagt af stað úr Samabyggðinni og þefaði fljótlega uppi slóð tarfsins en var nú orðinn úrkula vonar um að finna hann á lífi. Fyrst dýrið var komið svona hátt upp í fjall var það bersýnilega viti sínu fjær og eflaust dauðvona. Blóðið varð sífellt dekkra í sporum tarfsins í snjónum þar á fjallinu. Þá hrökk Keskitalo allt í einu í kút. Í norðaustri hafði skyndilega kviknað undarlegur ljósglampi niðri við sjóndeildarhring. Það var ekki orðið að fullu bjart þótt sólin ætti að heita komin upp og skini í suðaustrinu, en þessi glampi var eitthvað allt annað. Já, eitthvað allt, allt annað. Keskitalo hafði aldrei áður séð svona skrýtinn ljósagang á himninum og var hann þó kominn á sextugsaldur. Það var eitthvað verulega ónáttúrulegt við þetta og Keskitalo stóð heillengi sem steini lostinn og rýndi út í fjarskann þar sem blossinn logaði enn. Þá var allt í einu eins og eitthvað dökkt kæmi æðandi að honum, hann fékk svo mikinn og snöggan vindsveip í fangið að hann hentist aftur á bak og féll loks um koll. Niðri við mynni Mjaðarlyngsfjarðar, nánar tiltekið á Magereyju, þar sem heitir Kameyjaver var eitt minnsta þorp heimsins, bara fáein hús sem sneru móti Íshafinu í norðvesturátt. Greta Jakobsen var á táningsaldri, dóttir fiskimanns sem hafði farið í róður í býtið, dætur fiskimanna voru sýknt og heilagt að líta til sjávar til að sjá hvort nokkuð væri óveður í aðsigi, og nú leit hún einmitt út um gluggann og í norðvestur. Þarna niðri við sjávarmál bar minna á ljósbjarmanum sem Klemetti Keskitalo uppi í fjallinu var að furða sig á svo Greta átti sér einskis ills von þegar rúðan sem hún horfði út um sundraðist allt í einu og glerbrotunum rigndi yfir hana. Þykkur og þungur gustur ruddist inn í húsið svo þar lék allt á reiðiskjálfi. Og það hitnaði merkjanlega í lofti. Greta grenjaði hástöfum og beygði sig í keng þótt hún væri svo heppin að hafa ekki skorist illa, þannig hnipraði hún sig saman, löngu eftir að þessi höggþungi gustur var farinn leiðar sinnar. Uppi í fjallinu á Breiðholtsskaga var Klemetti Keskitalo að skreiðast á fætur, bjarminn var enn á sínum stað í fjarskanum.Svakalegasta kjarnorkutilraunin Það sem þarna hafði gerst var að íbúar nyrst í Noregi höfðu orðið óviljandi vitni að svakalegustu kjarnorkutilraun allra tíma, þegar Sovétmenn sprengdu Tsar Bomba, eða Keisarasprengjuna. Tilraunin átti sér stað yfir eyjunni Novaja Semlja sem var í þúsund kílómetra fjarlægð frá byggðunum í Norður-Noregi þar sem rúður brotnuðu og fólk hentist til jarðar þegar höggbylgjan frá sprengingunni reið yfir. Ef slík sprengja hefði verið sprengd yfir Reykjavík hefðu rúður brotnað í Glasgow í Skotlandi. Haustið 1961 stóð kalda stríðið sem hæst og bæði Sovétríkin og Bandaríkin reiknuðu með að allsherjar kjarnorkustríð gæti fyrirvaralaust brotist út milli ríkjanna. Í slíku stríði fælist: þurrka sem allra flestar borgir andstæðingsins út – í þeirri fánýtu von að hægt yrði að knýja hann til uppgjafar áður en honum tækist að þurrka út meginhlutann af borgum manns sjálfs.Fáar kæmust á leiðarenda Sovétmenn sáu vitanlega í hendi sér að landafræðin var Bandaríkjamönnum hliðholl. Þá voru langdrægar eldflaugar sem báru kjarnorkuvopn milli heimsálfa varla enn þá komnar til sögunnar, svo sprengjuflugvélar yrðu enn um sinn þau vopn sem Sovétmenn myndu helst notast við til að koma sprengjum að skotmörkum sínum. Vélarnar yrðu að fljúga mjög langa vegalengd til að komast frá Sovétríkjunum inn yfir bandaríska grund og búast mætti við að meirihluti þeirra yrði skotinn niður á leiðinni. Kannski kæmust aðeins örfáar á leiðarenda. Bandaríkjamenn gátu hins vegar komið sínum kjarnorkusprengjum fyrir í meðaldrægum eldflaugum og flugvélum sem hefðu aðsetur nálægt landamærum Sovétríkjanna og mjög erfitt yrði fyrir sovéska flugherinn að skjóta þær allar niður í tæka tíð. Því var niðurstaða Sovétmanna að þeir yrðu að smíða geysistórar sprengjur. Ef mjög fáar næðu alla leið yrðu þær að vera þeim mun stærri til að valda nægjanlega miklu tjóni. Sovétmenn ákváðu því rétt fyrir 1960 að smíða 100 megatonna vetnissprengju sem átti síðan að verða aðalvopnið í kjarnorkuvopnabúri þeirra. Það yrði engin smá sprengja – hvorki meira né minna en 6.600 sinnum öflugri en sprengjan sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hírósjíma 15 árum fyrr.Sérútbúin sprengjuflugvél Svo fór að Sovétmenn ákváðu að minnka við sig. Þeir voru ekki vissir um að þeir kynnu neitt með slíkt ógnarvopn að fara. Því var ákveðið að smíða í bili „aðeins“ 50 megatonna sprengju. Hún yrði samt meira en þrisvar sinnum öflugri en sterkasta kjarnorkusprengja sem Bandaríkjamenn hafa nokkru sinni sprengt, en það var hin svonefnda Castle Bravo sprengja árið 1954. Sú var 15 megatonn. Sprengjan var átta metra löng og tveggja metra breið þegar hún var tilbúin. Og hún vó 27 tonn. Hún var svo stór að þegar henni var komið fyrir í Tupolev-95 sprengjuvél – sem á Vesturlöndum var kölluð „Björninn“ – þurfti að fjarlægja sprengjuhlera og eldsneytisgeyma svo hún rúmaðist í sprengjuhólfi vélarinnar. Vélin var máluð með sérstakri hvítri ofurmálningu sem átti að endurkasta sem mestu af þeirri ógurlegu hitageislun sem skella myndi á vélinni þegar hvellurinn yrði. Síðan var flogið með hana í rúmlega 10 kílómetra hæð og þar var henni sleppt í fallhlíf. Til að bera ferlíkið þurfti 800 kílóa fallhlíf sem sá um að vagga sprengjunni niður í 4,5 kílómetra hæð yfir sjávarmáli. Tíminn sem það tók sprengjuna að svífa þessa vegalengd átti að duga flugmanni Bjarnarins, Durnovtsev, til að komast í 45 kílómetra fjarlægð sem talið var nægjanlegt til að hann slyppi lifandi frá sprengingunni.Þriðju gráðu bruni í 100 km fjarlægð Raunar munaði litlu að hann færist. Þegar sprengjan sprakk elti höggbylgjan vélina uppi á svipstundu, og þá missti Durnovtsev vald á vélinni. Vélin hrapaði um kílómetra á örskotsstundu, en eftir mikla baráttu náði Durnovtsev um síðir að rétta hana við og náði að fljúga burt og lenda í hæfilegri fjarlægð.Tsar bomban.Sprengjan sprakk þar sem heitir Mitjúsjíkaflói. Eldkúlan af sprengingunni varð átta kílómetrar í þvermál. Allt sem lent hefði innan þeirrar eldkúlu hefði einfaldlega leyst upp í ægibálinu. Allar byggingar innan 35 kílómetra radíuss hefðu eyðilagst. Bara allar – sama hve traustar og vel byggðar þær hefðu verið. Hvert einasta hús í þorpinu Serverny á Novaja Semlja hrundi, bæði steinhús og timburhús. Raunar splundruðust timburhús í mörg hundruð kílómetra fjarlægð undan höggbylgjunni og þök rifnuðu af steinhúsum í álíka fjarlægð. Hitinn sem myndaðist var svo mikill að hann hefði valdið þriðju gráðu bruna hjá fólki í 100 kílómetra fjarlægð. Slík sprenging yfir Reykjavík hefði sem sagt skaðbrennt fólk austur á Hellu – og hvert einasta hús við Faxaflóa hrunið. Austur í Síberíu, í 700 kílómetra fjarlægð frá Novaja Semlja, sáu menn höggbylgjuna trylla hjá í andrúmsloftinu þennan mánudagsmorgun árið 1961. Og í þorpum í Norður-Noregi og Finnlandi sem voru þúsund kílómetra frá Mitjúsjíkaflóa brotnuðu rúður undan högginu. Ég bjó að vísu til persónurnar Klemetti Keskitalo og Gretu Jakobsen en lýsingar á því sem henti þau eru samt sannferðugar.Sakharov blöskraði Sveppaskýið fræga sem fylgir kjarnorkusprengingum reis í 65 kílómetra hæð. Niðri við jörð var það 40 kílómetrar í þvermál en toppurinn var tæpir 100 kílómetrar á breidd. Höggbylgjan fór þrisvar kringum jörðina áður en hún dó út. Sovétmenn sprengdu aldrei framar neina kjarnorkusprengju í líkingu við Tsar Bomba. Þeir sögðu við sjálfa sig að vopnið væri þrátt fyrir allt ekki mjög praktískt því stærstur hlutinn af hinni ógnarlegu orku sem losnaði hefði tæst út í loftið án þess að koma að „gagni“ sem eyðileggingartól. En í og með blöskraði þeim einfaldlega sá hryllilegi eyðingarmáttur sem þeir höfðu leyst úr læðingi . Einn af helstu sprengjusmiðunum var eðlisfræðingur að nafni Andrei Sakharov. Eftir að Tsar Bomba sprakk hætti hann störfum og hóf að berjast gegn þeirri ríkisstjórn sem hafði látið sér til hugar koma að smíða slíkt vopn. Kannski eru menn núorðið svolítið farnir að gleyma hvað kjarnorkuvopn voru, eru og verða alltaf brjálæðisleg vopn. Þá er hollt að rifja upp Tsar Bomba. Við skulum því leggja allt kapp á að kjarnorkutilraunir hefjist ekki á ný.
Flækjusaga Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira