Menning

„Forkastanlegt að einhver láti sér detta það í hug að blekkja fjölmiðla vísvitandi“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins vísir/stefán
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélag Íslands, segir blekkingar alltaf ófyrirgefanlegar en útgáfufyrirtækið Forlagið blekkti blaðamanninn Friðriku Benónýsdóttur til að taka viðtal við rithöfundinn Evu Magnúsdóttur án þess að láta þess getið að um dulnefni væri að ræða og „Eva“ væri í raun ekki til.

Þá lét rithöfundurinn þess heldur ekki getið að „Eva“ væri dulnefni og sagði Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi Forlagsins, í samtali við Vísi að um samantekin ráð hans og höfundarins hafi verið að ræða. Honum þyki málið hins vegar mjög leiðinlegt og segist ekki hafa gert þetta af illum hug.

Sjá einnig: Einn reyndasti menningarblaðamaður landsins blekktur

„Það er forkastanlegt að einhver láti sér detta það í hug að blekkja fjölmiðla vísvitandi. Það er ekki flókið,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi.

Aðspurður hvort að fjölmiðlar ættu að sniðganga stærstu bókaútgáfu landsins nú þegar jólabókaflóðið sé handan við hornið segir Hjálmar:

„Það gildir um þetta eins og annað í lífinu að þú ávinnur þér virðingu með þinni hegðun. Fjölmiðlar eru auðvitað margs konar og setja sér mismunandi reglur í þessum efnum og ég ætla ekki að segja þeim fyrir verkum. En fjölmiðlum ber auðvitað skylda til þess að fjalla um hlutina og þetta mál hvetur blaðamenn til þess að vera á varðbergi og vera gagnrýnir á þær heimildir sem þeir eru að vinna með.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×