Fótbolti

Viðar og Sölvi báðir á skotskónum í Kína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Örn hefur farið vel af stað með Jiangsu.
Viðar Örn hefur farið vel af stað með Jiangsu. vísir/getty
Íslensku landsliðsmennirnir í kínversku ofurdeildinni voru báðir á skotskónum þegar Jiangsu Guoxin-Sainty lagði Shijiazhuang Yongchang að velli, 2-1, í dag.

Jiangsu sem er nú komið með sex stig eftir fjóra leiki í deildinni.

Sölvi Geir Ottesen kom Jiangsu yfir á 8. mínútu og á þeirri 54. bætti Viðar Örn Kjartansson öðru marki við. Búlgarinn Georgi Iliev minnkaði muninn en nær komst Shijiazhuang ekki.

Viðar hefur farið vel af stað í Kína og skorað í þremur af fjórum leikjum Jiangsu í deildinni. Markið í dag var hins vegar fyrsta mark Sölva fyrir félagið.

Næsti leikur Jiangsu er með Changchun Yatai á útivelli eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×