Lífið

Fer í sveitina að leita að páskahænunni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
 Einu sinni sá ég lamb fæðast þegar ég var hjá Ásu ömmu í Grindavík,“ segir Aldís Elfa.
Einu sinni sá ég lamb fæðast þegar ég var hjá Ásu ömmu í Grindavík,“ segir Aldís Elfa. Vísir/Valli
Hvað ætlar þú að gera í páskafríinu Aldís Elfa?



Fyrst fer ég með mömmu, afa og ömmu í sveitina í nokkra daga. Við ætlum að borða páskaegg og leita að páskahænunni sem mætir á hverju ári og verpir súkkulaðieggjum í hænsnakofanum hjá langafa. Það hefur samt enginn séð hana enþá nema langafi.

Síðan fer ég á Hvolsvöll til Hrafnhildar ömmu og eyði restinni af páskunum með pabba, Klöru og Daníel Breka, litla bróður mínum.

Ferðu oft í sveitina?

Já, í ömmuhús á Böðmóðsstöðum. Þar leik ég mér og fer í heimsóknir. Ég fer stundum til langafa og langömmu en oftast til Hrannars frænda míns. Við gerum fullt skemmtilegt saman, skoðum dýrin, förum á hestbak með Huldu Köllu frænku minni, leikum okkur og drullumöllum.

Segðu mér meira frá dýrunum sem þú þekkir.

Ég á hund hjá pabba mínum sem heitir Skotta en í sveitinni eru hestar, beljur, kindur, hænur, kanínur, hundar og köttur. Uppáhaldsdýrin mín eru hestar, ég fæ stundum að fara á hestbak.

Hefur þú séð dýr fæðast?

 Já einusini sá ég lamb fæðast þegar ég var hjá Ásu ömmu í Grindavík.

Hvað heitir besti vinur þinn eða vinkona?

Helena er besta vinkona mín, við erum alltaf í fyndnum og skemmtilegum leikjum saman.



Ég ætla að verða læknir og tölvufræðingur.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Píta og pizza.



Hvað finnst þér skemmtilegast af öllu að gera?

Mér finnst skemmtilegast að syngja, leika mér í tölvunni og fara í sund.

Ertu farin að spá í hvað þig langar að verða þegar þú verður stór?

Ég ætla að verða læknir og tölvufræðingur sem býr til tölvuleiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×