Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. apríl 2015 20:00 Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð í dag fyrir hádegisfundi um stöðu fangelsismála á Íslandi undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál á Íslandi í klessu?“. Meðal frummælanda var Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Nei þau eru nú alls ekki í klessu en það er alvarlegt ástand, staðan er erfið. Það er gríðarlegt álag á þessu kerfi og hefur verið síðastliðin ár,“ segir Páll. Á fundinum mátti heyra miklar áhyggjur af stöðu fangelsismála á Íslandi. Á sama tíma og fjárveitingar til Fangelsismálastofnunar hefðu verið skornar niður um 25% síðastliðin ár, hefði verkefnum stofnunarinnar fjölgað umtalsvert. „Það er Alþingi sem hefur klikkað að mínu mati. Það er aldeilis ekki okkar fagráðuneyti, þar eru menn algjörlega á tánum og vita nákvæmlega hvað við erum að gera. Þar fáum við alltaf stuðning,“ segir Páll. Þegar sakborningur hefur verið dæmdur til fangelsisrefsingar er sent út bréf þar sem sá aðili er boðaður í afplánun. Hins vegar hefur í mörgum tilvikum ekki verið hægt að taka við föngum á tilsettum tíma vegna plássleysis í fangelsum landsins. En er algengt að dómar fyrnist vegna þess að fangar komast ekki á tilsettum tíma í afplánun? „Það var ekki algengt. Það þekktist ekki en hefur verið að aukast síðastliðin ár. Þetta voru rúmlega 20 refsingar í fyrra og verður meira í ár og verður meira næstu árin." Er það ekki bagalegt ástand? „Það er bara auðvitað bara til skammar,“ segir Páll. Fyrirhugað er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi um mánaðarmótin maí-júní og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg upp úr áramótum. Um svipað leyti er fyrirhugað að taka í notkun nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Kemur opnun þessa nýja fangelsis á Hólmsheiði til með að leysa allan þennan vanda? „Neinei, við þurfum að halda áfram eðlilegri framþróun í fullnustumálum. Þetta leysir töluvert, þ.e.a.s. fjölgar um þrjátíu pláss. En það verður að hugsa þetta heildstætt,“ segir Páll Winkel. Alþingi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð í dag fyrir hádegisfundi um stöðu fangelsismála á Íslandi undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál á Íslandi í klessu?“. Meðal frummælanda var Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Nei þau eru nú alls ekki í klessu en það er alvarlegt ástand, staðan er erfið. Það er gríðarlegt álag á þessu kerfi og hefur verið síðastliðin ár,“ segir Páll. Á fundinum mátti heyra miklar áhyggjur af stöðu fangelsismála á Íslandi. Á sama tíma og fjárveitingar til Fangelsismálastofnunar hefðu verið skornar niður um 25% síðastliðin ár, hefði verkefnum stofnunarinnar fjölgað umtalsvert. „Það er Alþingi sem hefur klikkað að mínu mati. Það er aldeilis ekki okkar fagráðuneyti, þar eru menn algjörlega á tánum og vita nákvæmlega hvað við erum að gera. Þar fáum við alltaf stuðning,“ segir Páll. Þegar sakborningur hefur verið dæmdur til fangelsisrefsingar er sent út bréf þar sem sá aðili er boðaður í afplánun. Hins vegar hefur í mörgum tilvikum ekki verið hægt að taka við föngum á tilsettum tíma vegna plássleysis í fangelsum landsins. En er algengt að dómar fyrnist vegna þess að fangar komast ekki á tilsettum tíma í afplánun? „Það var ekki algengt. Það þekktist ekki en hefur verið að aukast síðastliðin ár. Þetta voru rúmlega 20 refsingar í fyrra og verður meira í ár og verður meira næstu árin." Er það ekki bagalegt ástand? „Það er bara auðvitað bara til skammar,“ segir Páll. Fyrirhugað er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi um mánaðarmótin maí-júní og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg upp úr áramótum. Um svipað leyti er fyrirhugað að taka í notkun nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Kemur opnun þessa nýja fangelsis á Hólmsheiði til með að leysa allan þennan vanda? „Neinei, við þurfum að halda áfram eðlilegri framþróun í fullnustumálum. Þetta leysir töluvert, þ.e.a.s. fjölgar um þrjátíu pláss. En það verður að hugsa þetta heildstætt,“ segir Páll Winkel.
Alþingi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira