Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 11:10 Pétur Kristinn Guðmarsson í dómssal í morgun. Vísir/GVA Rúmlega hálftímalangt símtal var spilað við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í morgun. Ræddi einn af ákærðu málinu, Pétur Kristinn Guðmarsson, við einn af sínum bestu vinum í símtalinu. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna Símtalið var tekið upp við rannsókn málsins og er frá 12. maí 2010. Skömmu áður hafði Pétur verið kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu vegna aðildar sinnar að meintri markaðsmisnotkun í Kaupþingi á ellefu mánaða tímabili fyrir hrun bankans.Sagði allt sem hann vissi og mundi Í símtalinu kom meðal annars fram að Pétur hafi fengið að vita það þegar hann kom til skýrslutöku að hann væri með stöðu sakbornings í málinu. Sagði hann við vin sinn að honum hefði þá liðið „hræðilega”. Vinur hans spurði hann hvort hann væri viss um að hann yrði kærður: „Lögreglumaðurinn sagði við mig „að öllum líkindum munum við ekki kæra starfsmenn á plani,”” svaraði Pétur þá. Hann sagði svo að hann hafi aðeins verið að framfylgja stefnu og fyrirmælum yfirmanna sinna og öll ákvarðanataka hafi ekki verið í höndum hans eða annarra starfsmanna eigin viðskipta Kaupþings sem komu að kaupum og sölu með bréf í bankanum. Þá bætti Pétur við að lögfræðingur hans væri mjög bjartsýnn. „Ég sagði bara allt sem ég veit og ég mundi. [...] En við erum bara starfsmenn á plani og erum bara í okkar eigin boxi hérna. Við vissum til dæmis ekkert hvernig þessir pakkar voru fjármagnaðir eða neitt.”„Heiðarlegasti maður á landinu“ Vinur hans spurði hann svo hvort rætt hafi verið við hann um kaup og kjör hans hjá bankanum. Sagði Pétur að það hafi verið rætt. Hann hafi til að mynda sagt að hann hafði ekki haft neina fjárhagslega hagsmuni af viðskiptunum. Þá ræddi hann líka við vin sinn um yfirmenn sína, þá Einar Pálma Sigmundsson, forstöðumann eigin viðskipta hjá Kaupþingi, og Ingólf Helgason, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Báðir eru ákærðir í markaðsmisnotkunarmálinu. Pétur sagðist vita að Einar Pálmi væri „heiðarlegasti maður á landinu” og að Ingólfur hafi alltaf verið „kammó, yfirvegaður og með allt á hreinu.” „Yfirmennirnir voru bara ofurmenni. Þeir vissu allt, kunnu allt.”Sögðu 'húrra' þegar Al-Thani keypti Augljóst er af upptöku símtalsins að Pétri leið illa dagana eftir að hann var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins. „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar. [...] Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann.” Þá sagði hann einnig við vin sinn: „Er ég góður maður? Er ég glæpamaður? Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta? Ef þeir ætla að fara svona langt þá geta þeir alveg handtekið 200-300 manns.” Í símtalinu ræddu þeir einnig stuttlega um viðskipti Al Thani með bréf í bankanum og sagði Pétur: „Þegar Al Thani keypti þá sögðum við bara „húrra, þetta er frábært!” Kölluðum þetta yfir á gjaldeyrisborðið, það var eitthvað vandamál þar, það vantaði „cash” og við vorum bara “það eru 30 milljarðar á leiðinni.” En svo sér maður bara eftir á að bankinn fjármagnaði þetta og peningarnir komu aldrei.” Undir lok símtalsins ræddu þeir svo um að best væri að ræða þetta ekki við marga. Pétur sagði þá vini sínum til dæmis að hann ætti eftir að segja foreldrum sínum frá þessu. Hann hefur miklar áhyggjur af hvernig þau bregðist við: „Ég held að mamma muni fá flog.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Rúmlega hálftímalangt símtal var spilað við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í morgun. Ræddi einn af ákærðu málinu, Pétur Kristinn Guðmarsson, við einn af sínum bestu vinum í símtalinu. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna Símtalið var tekið upp við rannsókn málsins og er frá 12. maí 2010. Skömmu áður hafði Pétur verið kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu vegna aðildar sinnar að meintri markaðsmisnotkun í Kaupþingi á ellefu mánaða tímabili fyrir hrun bankans.Sagði allt sem hann vissi og mundi Í símtalinu kom meðal annars fram að Pétur hafi fengið að vita það þegar hann kom til skýrslutöku að hann væri með stöðu sakbornings í málinu. Sagði hann við vin sinn að honum hefði þá liðið „hræðilega”. Vinur hans spurði hann hvort hann væri viss um að hann yrði kærður: „Lögreglumaðurinn sagði við mig „að öllum líkindum munum við ekki kæra starfsmenn á plani,”” svaraði Pétur þá. Hann sagði svo að hann hafi aðeins verið að framfylgja stefnu og fyrirmælum yfirmanna sinna og öll ákvarðanataka hafi ekki verið í höndum hans eða annarra starfsmanna eigin viðskipta Kaupþings sem komu að kaupum og sölu með bréf í bankanum. Þá bætti Pétur við að lögfræðingur hans væri mjög bjartsýnn. „Ég sagði bara allt sem ég veit og ég mundi. [...] En við erum bara starfsmenn á plani og erum bara í okkar eigin boxi hérna. Við vissum til dæmis ekkert hvernig þessir pakkar voru fjármagnaðir eða neitt.”„Heiðarlegasti maður á landinu“ Vinur hans spurði hann svo hvort rætt hafi verið við hann um kaup og kjör hans hjá bankanum. Sagði Pétur að það hafi verið rætt. Hann hafi til að mynda sagt að hann hafði ekki haft neina fjárhagslega hagsmuni af viðskiptunum. Þá ræddi hann líka við vin sinn um yfirmenn sína, þá Einar Pálma Sigmundsson, forstöðumann eigin viðskipta hjá Kaupþingi, og Ingólf Helgason, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Báðir eru ákærðir í markaðsmisnotkunarmálinu. Pétur sagðist vita að Einar Pálmi væri „heiðarlegasti maður á landinu” og að Ingólfur hafi alltaf verið „kammó, yfirvegaður og með allt á hreinu.” „Yfirmennirnir voru bara ofurmenni. Þeir vissu allt, kunnu allt.”Sögðu 'húrra' þegar Al-Thani keypti Augljóst er af upptöku símtalsins að Pétri leið illa dagana eftir að hann var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins. „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar. [...] Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann.” Þá sagði hann einnig við vin sinn: „Er ég góður maður? Er ég glæpamaður? Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta? Ef þeir ætla að fara svona langt þá geta þeir alveg handtekið 200-300 manns.” Í símtalinu ræddu þeir einnig stuttlega um viðskipti Al Thani með bréf í bankanum og sagði Pétur: „Þegar Al Thani keypti þá sögðum við bara „húrra, þetta er frábært!” Kölluðum þetta yfir á gjaldeyrisborðið, það var eitthvað vandamál þar, það vantaði „cash” og við vorum bara “það eru 30 milljarðar á leiðinni.” En svo sér maður bara eftir á að bankinn fjármagnaði þetta og peningarnir komu aldrei.” Undir lok símtalsins ræddu þeir svo um að best væri að ræða þetta ekki við marga. Pétur sagði þá vini sínum til dæmis að hann ætti eftir að segja foreldrum sínum frá þessu. Hann hefur miklar áhyggjur af hvernig þau bregðist við: „Ég held að mamma muni fá flog.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12