Menning

Það gengur á ýmsu í orgelhúsinu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Guðný segir tónævintýrið einkum ætlað fjögurra til níu ára börnum.
Guðný segir tónævintýrið einkum ætlað fjögurra til níu ára börnum. Vísir/GVA
„Ég ákvað að búa til sögu um orgelpípurnar og fékk Michael Jón Clarke til að semja tónlist við hana.

Þar eru persónur eins og prinsinn og prinsessan enda hljómar orgelið dálítið konunglega,“ segir Guðný Einarsdóttir, organisti í Fella- og Hólakirkju, glaðlega þegar forvitnast er um efni tónævintýrsins Lítil saga úr orgelhúsi sem hún flytur ásamt Bergþóri Pálssyni söngvara, í dag klukkan 18.

Sif er aðalpersóna sögunnar og sú minnsta í orgelhúsinuMynd/Fanney Sizemore
Guðný segir pípurnar mismunandi að stærð, útliti og hljómi. Þær búa allar í orgelhúsinu.

„Það gengur á ýmsu á heimilinu og vandræðin aukast þegar ein söguhetjan ákveður að fara burt,“ lýsir hún og segir Bergþór segja söguna á mjög leikrænan hátt.

„Við Bergþór fórum að æfa fyrir svona þremur vikum og efnið verður alltaf meira og meira lifandi.“

Orgelpípurnar eru skrítnar skrúfur.Mynd/Fanney Sizemore
Hún fékk líka listamanninn Fanneyju Sizemore til að teikna myndir af atburðunum, þær verða sýndar á tjaldi og hjálpa til við að koma sögunni til skila.

Verkinu hefur þegar vakið áhuga víðsvegar um heim því sennilega er þetta í fyrsta skipti sem slíkt tónlistarævintýri er búið til fyrir orgel.

Lítil saga í orgelhúsi er liður í Barnamenningarhátíð Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×