Lífið

Al Capone-hátíð á sumardaginn fyrsta

Adda Soffia skrifar
Tækjabíll frá Kukli var fyrir utan Melaskóla á mánudagskvöld, þar sem tökur fóru meðal annars fram.
Tækjabíll frá Kukli var fyrir utan Melaskóla á mánudagskvöld, þar sem tökur fóru meðal annars fram. Vísir/Ernir
Tökur á nýjum erlendum sjónvarpsþætti eru í fullum gangi á höfuðborgarsvæðinu. Á mánudagskvöld var Melaskóli lagður undir senu, þar sem fundað var um stóra bæjarhátíð, en hátíðin verður tekin upp á sumardaginn fyrsta.

Í senunni eru þau Katla Þorgeirsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Sveinn Geirsson, sem fer með hlutverk bæjarstjórans, ásamt aukaleikurum. Þemað á bæjarhátíðinni verður Al Capone og verður atriðið tekið upp hjá Dómkirkjunni á fimmtudaginn.

Íslensku leikararnir eru í nokkuð stórum hlutverkum í þáttunum og mun Ísland leika stórt hlutverk í þeim.

„Við reiknum með að taka viku í tökurnar. Þetta er rosalega flott, flottur hópur og þeir Fred Armisen, Bill Hader og Seth Meyers flottir grínistar,“ segir Hannes Þór Arason, framleiðandi hjá ZikZak.

Hannes segist ekki óttast að veðrið á sumardaginn fyrsta muni skemma fyrir. „Við stjórnum ekki veðrinu, því miður, við tökum bara því sem kemur.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×